Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Einkaaðilinn keppir við Björgunarsveitina
Þriðjudagur 16. desember 2008 kl. 12:48

Einkaaðilinn keppir við Björgunarsveitina




Allir hafa orðið varir við ástandið í þjóðfélaginu í dag og eru björgunarsveitir ekki þar undanskyldar.
Nú fer hin árlega flugeldasala Björgunarsveitarinnar Suðurnes í gang en samkeppnin er orðin mikil. Allir þurfa að gera það upp við sig hvaða málefni þeir vilja styrkja hvort það er íþróttafélög, björgunarsveit eða einkaaðilar. Björgunarsveitin í þínu bæjarfélagi  óskar eftir þínum styrk hann þarf ekki að vera mikill en allt smátt gerir eitt stórt, við getum lofað því að hann fari í góðar þarfir.

Félagar í Björgunarsveitinni Suðurnes hafa farið í mörg útköll í gengnum árin bæði í þínu sveitarfélagi og utan þess. Nokkur eru stutt en önnur geta verið allt að eina viku eða lengur. Veturinn síðast liðinn var mjög erfiður en sem dæmi má nefna að það var farið í 184 verkefni á einni helgi og alls voru útköll síðasta starfsár um 36 og það sem af er á þessu ári eru komin 30 útköll.
Ekki má gleyma öllum þeim námskeiðum og æfingum sem þarf að taka og fara í, það verður enginn góður í neinu á einni nóttu. Björgunarsveitarfólk  þurfa að stunda sína vinnu og eiga þeir fjölskyldu samt gefa þeir sig í jafn krefjandi sjálfboðavinnu og björgunarsveitastarfið er og jú í krefjandi útköllum getur það tekið sinn toll því við erum ekki ónæm og gerð úr steini.

Við getum verið stolt af því að eiga öfluga björgunarsveit í okkar bæjarfélagi sem er tilbúin allan sólarhringinn allt árið þegar einhver þarf á að halda. Um leið og Björgunarsveitin Suðurnes óskar bæjarbúum gleðilegra jóla þá þakkar hún atvinnurekendum skilning á sjálfboðaliðastarfi okkar félaga og um leið viljum við biðja almenning að hjálpa okkur að hjálpa öðrum með því að styrkja flugeldasölu Björgunarsveitarinnar Suðurnes.

Með baráttukveðju
Stjórn Björgunarsveitarinnar Suðurnes

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024