Einfalt, fljótlegt og gott
Á morgun 4. nóvember verður prófkjör Samfylkingarinnar í Suðurlandi. Lýðræðislegt prófkjör sem allir kjörgengir íbúar Suðurkjördæmis geta tekið þátt í. Ekki þarf að skrá sig í Samfylkinguna né lýsa yfir stuðningi. Það eina sem þarf að gera er að mæta á kjörstað og velja 5 einstaklinga í fimm sæti. Einfalt fljótlegt og gott. Af 17 einstaklingum verða 5 valdir í efstu sætin.
14 ára reynsla af verkalýðsmálum, 8 ára reynsla í sveitastjórn, kraftur,áræðni, þor og lífsreynsla gera það að verkum að ég tel mig eiga fullt erindi í 3 - .4 sæti listans. Á heimasíðu minni gudrunerlings.is eru ýmsar upplýsingar um mig og það sem ég stend fyrir. Ég hvet þig lesandi góður til þess að skoða heimasíðuna mína og skoða þar hvað aðrir hafa um mig að segja. Ef þér líst á það sem ég hef fram að færa getur þú með góðri samvisku sett mig í 3 -4 sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Guðrún Erlingsdóttir
Höfundur býður sig fram í 3.-4. sæti á lista
Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
14 ára reynsla af verkalýðsmálum, 8 ára reynsla í sveitastjórn, kraftur,áræðni, þor og lífsreynsla gera það að verkum að ég tel mig eiga fullt erindi í 3 - .4 sæti listans. Á heimasíðu minni gudrunerlings.is eru ýmsar upplýsingar um mig og það sem ég stend fyrir. Ég hvet þig lesandi góður til þess að skoða heimasíðuna mína og skoða þar hvað aðrir hafa um mig að segja. Ef þér líst á það sem ég hef fram að færa getur þú með góðri samvisku sett mig í 3 -4 sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Guðrún Erlingsdóttir
Höfundur býður sig fram í 3.-4. sæti á lista
Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi