Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Einelti
Laugardagur 29. apríl 2023 kl. 06:00

Einelti

Einelti er vont hugtak. Það er betra að skipta því út fyrir „sálarníð“ í staðinn. Þeir sem það stunda eru þá sálarníðingar. Það vill enginn vera kallaður níðingur. Að berja er að níðast á. Hver og einn á rétt til þess að ekki sé níðst á líkama hans – en það er látið óátalið að níðast á öðrum sálarlega. Það gerir enginn neitt í því.

Líkamshelgi verður að vera eins fyrir sálarhelgi. Að selja eiturlyf er sálarhelgiárás, að níða og kúga með myndum, lygum, óhróðri í síma eða á neti er sálarhelgiárás. Þegar ungt fólk líður tilgangsleysi til lífs fyrir sálarníði og fyrirfer sér þess vegna, þá er viðbragða þörf til siðunar sálarníðinga. Foreldrar, bæði þeirra sem beita sálarníði og þeirra sem verða fyrir sálarníði, verða að átta sig á þessu. Grimmd í íþróttahreyfingu kemur hér upp til athugunar. Fyrir áratugum síðan gekk hér í fjölmiðlum að hægt væri að stunda „barnaklám“ á ákveðum ferðamannastöðum. Þetta var átölulaust. Ég hélt því fram í Dagblaðinu að ekkert barnaklám væri til, það væri aðeins til barnaníð. Þetta er eins með hugtakið einelti. Það er ekki til, það er bara til sálarníð af sálarníðingum. Þetta þarf að verða allsherjarregla foreldra til að verja börn sín, bæði að verða ekki sálarníðingar og verða fyrir sálarníði. Ekkert múður og enga vitleysu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fólk getur haft mismunandi kynhneigð en að telja að kyn sé valkvæð ákvörðun er vitleysa. Ef ekki, þá ættu konur að geta valið að vera karlar til að losna við tíðir og tíðaverki en slíkt er ekki valkvætt. Það er því ekki neitt valkvæði við að fremja sálaníð á vitleysuforsendum. Sálarníði er og beitt vegna kynhneigðar en kynhneigð réttlætir aldrei sálarníð, heldur verður að krefjast gagnkvæmrar ákvörðunar fullþroska einstaklinga.

Siðunarákvarðanir eru ekki fyrir börn, þekking og siðir flytjast milli kynslóða á mótunaraldri, þar ræður réttur til uppeldis til hæfni að takast á við eigið líf. Sálaníð er því gegn uppeldisrétti og siðun samfélaga einstaklinga til að takast á við lífið. Foreldrar fara því fyllsta rétti til að hindra sálarníð. Nýliðnir atburðir í Reykjanesbæ eiga ekki að endurtakast. Enginn vill sárt um binda.

Þorsteinn Hákonarson.