Ein af mörgum heimsóknum okkar í skóla
Vorum í skóla þann 27. febrúar ég, Kleópatra og Sigvarði með 8.-9. og 10. bekk og fórum þar yfir skaðsemi sem hlýst af misnokun áfengis og fíkniefna á þá sem það neyta og einnig aðstandendur þeirra. Voru þarna ca.130 krakkar auk kennara. Sýndu þau okkur mikla kurteisi og hlustuðu á okkur af áhuga. Eftir á við höfðum lokið okkar máli, fengu krakkarnir að koma með fyrirspurnir sem margar hverjar voru ansi skemmtilegar og vonum við að þau hafi haft gagn af. Allavega höfðu sum þeirra samband eftir að heim var komið og sögðust hafa prófað bæði áfengi og önnur efni og einnig væru erfiðleikar á heimilinu hjá foreldrum þeirra og þyrftu eiginlega hjálp, en hafa ekki þorað því, og vissu ekki hvert þau ættu að leita.
Nú vita þau hvert er hægt að leita og við erum til staðar fyrir þau.
Þökkum við þeim ungmennum fyrir að hafa haft samband og vonandi leita þau sér hjálpar áður en ástandið verður verra.
Stjórnleysi í neyslu
Þeir sem eru í neyslu hvort sem það eru börn, unglingar eða fullorðið fólk eru enganvegin að gera sér grein fyrir því hvaða áhrif þau hafa á aðra. Oft er það erfiðast þegar unglingar eru að byrja að fikta, þá byrjar strax óttin og kvíðin um að upp um þau komist. Og með aukinni neyslu breytist allt hegðunar mynstur hjá þeim, öll áhugamál hverfa, nýir vinir fara að birtast, svo verður það fíknin og óheiðarleikin sem tekur öll völd og allt verður stjórnlaust strax í byrjun o goft gerist það mjög hratt.
Aðstandandi
Allt það fólk sem þarf að umgangast þá sem er í neyslu á einhvern hátt, hvort sem það er skyldmenni, vinir, eða einhver sem hafa tekið þau að sér eða þannig eru aðstandendur og eiga erfitt, því þau vita yfirleitt ekki hvernig á að umgangast þau, en gera það vegna þess að þau eru svo meðvirk og í rauninni það veik að þau vita ekki betur. Í stað þess að leita sér aðstoðar heldur fíkillin/alkóhólistinn áfram í sinni neyslu og aðstandandinn einnig og heldur hann áfram að tippla á tánum í kringum þá og lætur þá hafa áhrif á sína líðan og heldur áfram að auka við sína vanlíðan, ótta, kvíða, þunglindi og fleira í stað þess að gera eitthvað í sínum málum.
Foreldrafræðslan
Í foreldrafræðslunni mánudaginn 3.mars fór ung stúlka með sögu sína og mánudaginn 10.mars verður lögreglan meðal annars með erindi hjá Lundi fyrir foreldra og eru allir velkomnir.
Skoðið dagskránna.
Erlingur Jónsson
www.lundur.net
[email protected]
Nú vita þau hvert er hægt að leita og við erum til staðar fyrir þau.
Þökkum við þeim ungmennum fyrir að hafa haft samband og vonandi leita þau sér hjálpar áður en ástandið verður verra.
Stjórnleysi í neyslu
Þeir sem eru í neyslu hvort sem það eru börn, unglingar eða fullorðið fólk eru enganvegin að gera sér grein fyrir því hvaða áhrif þau hafa á aðra. Oft er það erfiðast þegar unglingar eru að byrja að fikta, þá byrjar strax óttin og kvíðin um að upp um þau komist. Og með aukinni neyslu breytist allt hegðunar mynstur hjá þeim, öll áhugamál hverfa, nýir vinir fara að birtast, svo verður það fíknin og óheiðarleikin sem tekur öll völd og allt verður stjórnlaust strax í byrjun o goft gerist það mjög hratt.
Aðstandandi
Allt það fólk sem þarf að umgangast þá sem er í neyslu á einhvern hátt, hvort sem það er skyldmenni, vinir, eða einhver sem hafa tekið þau að sér eða þannig eru aðstandendur og eiga erfitt, því þau vita yfirleitt ekki hvernig á að umgangast þau, en gera það vegna þess að þau eru svo meðvirk og í rauninni það veik að þau vita ekki betur. Í stað þess að leita sér aðstoðar heldur fíkillin/alkóhólistinn áfram í sinni neyslu og aðstandandinn einnig og heldur hann áfram að tippla á tánum í kringum þá og lætur þá hafa áhrif á sína líðan og heldur áfram að auka við sína vanlíðan, ótta, kvíða, þunglindi og fleira í stað þess að gera eitthvað í sínum málum.
Foreldrafræðslan
Í foreldrafræðslunni mánudaginn 3.mars fór ung stúlka með sögu sína og mánudaginn 10.mars verður lögreglan meðal annars með erindi hjá Lundi fyrir foreldra og eru allir velkomnir.
Skoðið dagskránna.
Erlingur Jónsson
www.lundur.net
[email protected]