Eignir, skuldir og rekstur Reykjanesbæjar 2011
Fróðlegt er að bera saman eignir, skuldir, eigið fé og rekstrarkostnað 10 stærstu sveitarfélaga á Íslandi, eins og ársreikningar fyrir árið 2011 sýna. Samanburðurinn snýr að bæjarsjóðum (A hluta) þar sem líklegast er að þar sé um sambærilegan rekstur að ræða, s.s. leik- og grunnskóla, félagsþjónustu, rekstur húsnæðis, viðhald gatna og búnaðar osfrv.
Eignir og skuldir á íbúa 2011 10 stærstu sveitarfélög á Íslandi – í þús. kr.
Á töflunni sést glöggt að eignir á íbúa í Reykjanesbæ eru mestar, en skuldir á íbúa eru einnig mjög háar (næst hæstar).
Eigið fé á íbúa árið 2011
Þegar borið er saman eigið fé á íbúa (eignir að frádregnum skuldum) hjá 10 stærstu sveitarfélögum á Íslandi sést að Reykjanesbær er
svipaður og Kópavogur og er í miðjum hópnum.
Hagkvæmur rekstur
Á töflunni er borinn saman Launakostnaður á íbúa 2008-2011 í 10 stærstu sveitarfélög um á landinu (í þús. kr.) Þar sést að þessi rekstrarkostnaður Reykjanesbæjar hefur verið næst lægstur sl. 4 ár.