Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

  • Ég vil breytingar í Reykjanesbæ
  • Ég vil breytingar í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 28. maí 2014 kl. 15:40

Ég vil breytingar í Reykjanesbæ

Reynir Ólafsson skrifar.

Hvers vegna vil ég breytingar? Þó að allt virðist slétt og fellt í bænum, bærinn vel snyrtur og fallegur, þá er það bara á yfirborðinu. Því miður eru þetta allt hillingar því þegar grannt er skoðað, kemur í ljós að undirstaðan er sandur einn.

Það ætti ekki að hafa vafist fyrir neinum, sem fylgst hefur með bæjarmálum,  svo ekki sé talað um þá, sem lesið hafa stórmerkilegar greinar ungs manns, Bjarna Halldórs Janussonar, um stöðuna í fjármálum bæjarins að  fjárhagurinn er ein rjúkandi rúst og stendur þar ekki steinn yfir steini.  Allt hefur verið selt sem hægt var að selja til fyrirtækis, sem komið er að fótum fram. Nú er svo komið að helstu eignir bæjarins eru eignahluti í HS-veitum, Stekkjarkot og grjóthrúga í Helguvík.

Ekki trúi ég því að kjósendur í Reykjanesbæ  láti sveitarsjóð í hendur D-lista manna eitt kjörtímabilið enn svo þeim lánist að ganga endanlega frá fjárhag bæjarins. Þegar skuldahlutfallið er orðið viðvarandi yfir 250% styttist í að Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga grípi inn í. Það er eitthvað sem bæjarbúar vilja örugglega ekki.  Með því hyrfu allir afslættir af leikskólagjöldum, sem kæmi harðast niður á ungum barnafjölskyldum og afslættir af fasteignagjöldum eldri borgara yrðu afnumdir. Styrkir og framlög til íþróttafélaga og annarra menningastofnana minnkuðu verulega.  Hvað yrði þá um menningar- og íþróttabæinn, Reykjanesbæ?

Ágætu kjósendur!  Tökum hamarinn af Sjálfstæðismönnum áður en þeir slá fleiri rándýr vindhögg í rekstri Reykjanesbæjar.

Reynir Ólafsson
Frambjóðandi,  X-Á, Frjálst afl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024