Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Ég styð Ásmund Friðriksson i 3ja sætið
Laugardagur 19. janúar 2013 kl. 15:05

Ég styð Ásmund Friðriksson i 3ja sætið

Á Suðurnesjum er rekinn öflug útgerð og fiskvinnsla sem vantar öflugan málsvara á Alþingi. Mikil gróska er í uppbyggingu landvinnslunnar  en í Sandgerði og Reykjanesbæ er verið að standsetja einar 5 fiskvinnslur. Hráefnisþörf fyrirtækjanna verður um 15.000 tonn á ári og búast má við hundruðum nýrra starfa ef rétt verður a spilunum haldið.

Lífsviðurværi þessara félaga mun að mörgu leyti ráðast af framboði fiskmarkaðanna og því mikilvægt að treysta og auka framboð á hráefni í gegnum fiskmarkaði. Suðurnes er einn fárra landsvæða þar sem keypt er meira magn af fiskmörkuðum til svæðisins en selt er frá því. Fiskmarkaðir eru okkur því mikilvægir og vægi þeirra eykst með tilkomu fleiri og stærri fiskvinnslustöðva. Fiskmarkaðir skapa líka fjölda starfa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ég treysti Ásmundi vel til þess að leiða þá baráttu að efla fiskmarkaðina enda er hann ákveðinn og fylginn sér. Sjálfur hefur Ásmundur rekið fiskvinnslu og þekkir hann því vel til i þessum málum. Reynsla hans af sveitastjórnarstörfum þar sem baráttan um fleiri störf í sjáfarbyggðunum er lífsspursmál mun vega þungt á Alþingi Íslendinga.

Það er okkur Suðurnesjamönnum mikilvægt að fá öflugan talsmann sem þorir og getur látið til sín taka.

Ég treysti Ásmundi til góðra verka  og styð hann i 3ja sætið.

Gunnar Örn Örlygsson
Fiskútflytjandi
Reykjanesbæ