Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Ég nenni nú varla, en verð þó samt
Fimmtudagur 20. janúar 2011 kl. 13:57

Ég nenni nú varla, en verð þó samt


Ég nenni nú varla, en verð þó samt hugsaði ég í morgun , enda lítið annað að gera atvinnulaus maðurinn en að malda aðeins í móinn við ritstjórnarpistli Páls Ketilssonar sem er svar hans við grein Sigrúnar Ingu Atladóttur forseta bæjarstjórnar í Vogum
Pistill Páls hefst í umkenningartóninum, að allt það sem ekki hefur gengið eftir sé í raun öllum öðrum að kenna en þeim sem að máli hafa komið. Og að þeir sem boðist og haft skyldu til við að leggja hönd á plóg hafi ekki gert nóg. Að í raun sé allt það sem afvega hafi farið, núverandi ríkistjórn að kenna, þeim hafi ekki tekist að skapa nema örfá störf. Og ekki sé hægt að hrósa henni fyrir framgöngu hennar í málum tengdum Suðurnesjum.
Hann gerir mikið úr hugsanlegu svari og úttekt innanríksráðherrans um hugsanlegan flutning Landhelgisgæslunnar sem berast á þann 1. febrúar. Er nú ekki rétt að bíða og sjá hver svörin verða. Nýta tímann til að afla málstað okkur fylgis í stað þess að ásaka þá fyrirfram, sem úr geta leyst.
Það sem dapurt í þeirri umræðu sem ritstjórinn leggur upp með er að slík umkenningar umræða skilar ekki neinum árangri eða bætir hag bæjarbúa. . Öll vitum við nú að ástæða þess að álver er ekki risið er slælegum undirbúningi að kenna, öll vitum við nú að skuldir Reykjanesbæjar eru tilkomnar vegna þess að illa var haldið á málum og þannig mætti lengi áfram telja, og öll vitum við núna að flest voru þessi verkefni því miður meira í átt við skýjaborgir og loftkastala. En það skilar okkur ekki áfram, við verðum að horfast í augu við vandann.
Ég held að við getum öll verið sammála um að við íbúar á Suðurnesjum og sérstaklega Reykjanesbæ getum verið óánægð með stöðu mála. Og verðum að viðurkenna að sú staða er að mestu heimatilbúinn. Og ég tel að það sé rétt viðhorf forseta bæjarstjórnar í Vogum að gera sem mest úr þeim aðgerðum sem þó hafa verið boðaðar á svæðinu. Um leið og við leitum lausna á því er okkur viðkemur.
Við eigum nú að leggjast á eitt með þeim starfshóp sem valin hefur verið og kortleggja þau vandamál er við blasa, jafnframt því sem við finnum launsir við því sem að er. Við verðum að komast upp úr pólitískum umkenningarleiknum og finna leið í gegnum það böl sem við er að eiga. Nú þurfum við að standa saman þar sem það er unnt í stað þess að rífast innbyrðis.


Með bestu kveðju
Hannes Friðriksson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024