Ég bið um brauð en þið réttið mér steina
Nú er fjör, nú er gaman. Fimm framboð í Reykjanesbæ og væru sex ef Framsókn og Samfylkingin hefðu ekki boðið fram sameiginlega undir merki A-listans. ,,Á þetta að vera einhver brandari?” spurði mig kona ein og leyndi ekki hneykslun sinni. Nei, nei þetta er ekki brandari heldur lýðræði í sinni skærustu mynd. Nú er hægt að velja sér framboð til hægri og vinstri og á miðjunni, með aðeins blæbrigðamun á áherslum og málefnum.
Ég vil byrja á því að bjóða Vinstri-græn og Frjálslynda velkomin í baráttuna og fyrir hönd Reykjanesbæjarlistans www.xrnb.is þakka þær hlýju og góðu móttökur sem við fengum hjá bæjarbúum þegar gengið var hús úr húsi í leit að meðmælendum. Takk, takk til ykkar allra!
Ef ég man þetta rétt er Ísland lýðveldi með þingbundinni stjórn og forseta og hér ríkir lýðræði. Lýðræði er mjög dýrmæt eign og samfélagið leggur á sig margs konar erfiði til að viðhalda því. Mér hafa hins vegar borist þau dapurlegu tíðindi til eyrna að Reykjanesbær sé svo fallinn að fótum fram að hann ætli ekki að leggja til krónu í beina styrki til framboðanna og verða þar með bæði eftirbátur stóru bæjarfélaganna og þeirra litlu í kringum okkur. Hins vegar mun, jú alveg rétt, það taka við erindum framboðanna, ef þau hyggja á útgáfu bæklings, til samþykkis eða synjunar.
En hvers vegna eru bæjarfélög að styrkja framboð yfir höfuð?
Jú, þetta er einn þáttur úr lýðræðishugsuninni, hugsjóninni, að reyna að jafna, þó í litlu væri, möguleika litlu framboðanna gegn fjársterku stóru framboðunum, að það verði ekki auglýsingar og greiðslugetan sem móti málefnaafstöðu kjósandans, heldur málefnin, að kjósandinn fái líka að heyra hvað litlu framboðin hafi fram að færa. Á það ber að líta að ríkið færir bæjarfélaginu peninga vegna kosninganna og því ekki við það að sakast.
Hér koma jákvæð tíðindi.
Það eru að koma fram í dag ferskar hugmyndir sem mér finnst mjög áhugaverðar og varða sveitastjórnarkosningar. Til að hægt sé að bjóða fram, þarf í raun ekki nema 4-5 baráttuglaðar manneskjur sem tilbúnar eru til að strauja svæðið í leit að meðmælendum, 120 meðmælendur duga ágætlega, velvilja bæjarbúa, og síðan að fá pabba og mömmu, afa og ömmu og skyldfólkið til að fylla frambjóðendalistann. Ef sjónum er beint að þeim stóra hóp t.d. öryrkjum og öldruðum í hverju bæjarfélagi og hvað hagsmunir þeirra eru líkir, væri leikur einn fyrir ofangreinda að hafa ,,borðleggjandi” upp úr kjörkössunum fulltrúa fyrir sig og sín málefni í svo gott sem hverju bæjarfélagi. Þessi þróun er að byrja og er bylting í mínum huga og þá munu gömlu flokksmaskínurnar líða undir lok.
,,Til hvers fulltrúa eldri borgara og öryrkja? Er ekki verið að leggja af stað í Reykjanesbæ með stórt átak í þágu eldri borgara og byggja heilt þorp í kringum Stapann?
Jú en allt orkar tvímælis segir einhvers staðar. Hér má spyrja:
Eru það hagsmunir eldri borgara að þeim sé hrúgað saman á einn blett, þó viðurkennd sé sú staðreynd að maður sé manns gaman? Og… Fyrst svo vel á að byggja fyrir eldri borgara, hvar eru þá öryrkjablokkirnar? Þetta sýnir kost þess að hafa sinn fulltrúa í bæjarstjórn; þekkingin kæmi frá þeim sem vissi hvar skóinn kreppti og væri viðstaddur umræðuna og ákvarðanatöku.
Það er dálítið skondið að fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar mátti lesa og heyra frá sjálfstæðismönnum viðvörunina: ,,Ef þið kjósið vinstri öflin þá er það ávísun á að herinn fari burt!” Og fólkið kaus í samræmi við boðskapinn, Sjálfstæðisflokkinn. Hann náði meirihluta og viti menn, herinn fór! Hvernig er hægt að útskýra það? En skyldi vera til andstæðan að í raun hafi vinstri öflin ýtt svo undir þrjóskuna í Bandaríkjamönnum að herinn væri hér enn um kyrrt ef vinstri öflin hefðu mátt vera í friði? Ekki get ég svarað því.
Því var líka haldið fram í vinahópi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið sína fylgisaukningu vegna fyrirhugaðra stórdrauma í kringum ,,holuna” á Berginu. Draumarnir brugðust, eftir kosningar og ekki annað í stöðunni en búa til nýjan, og hann um stórt álver.
Til þess að ferska upp ímyndina, leggja fram nýjar umbúðir með sama innhaldi er nú stórdraumnum fundinn staður fyrir ofan ,,holuna.”
ÞAÐ MUNAR ÖLLU. Og til eru menn sem velta því fyrir sér hvort þarna sé þá ekki komið ágætis svæði þ.e.a.s. ofan í holunni til að æfa Tennis eða jafnvel Ping Pong. Skjól á alla vegu, íþróttin vandmeðfarin í stöðugum vindsperringi og því hugmyndin ekki afleit eða þannig. En…Þetta er nú allt meira sett fram í gríni. Ég geri mér alveg grein fyrir þeim vonbrigðum sem þessi framvinda mála hefur ábyggilega valdið bæjarstjóranum okkar og ekki hugsað öðruvísi.
Mér finnst allt í lagi að fólk velti fyrir sér hvernig er umhorfs eftir 4 ára hreinan meirihluta sjálfstæðismanna, ekki bara með hugann við fegurðina og fagurskreytingarnar heldur hvernig fólki finnist atvinnumálin hafa þróast? Hversu mörg fyrirtæki hafa komið hingað og hversu mörg góð fyrirtæki hafa farið? Hefur fólk meira fé handa á milli, hærri laun, meiri velsæld?
En að öðru máli.
Undanfarna daga hef ég fengið bæklinga frá framboðunum stóru og gef listamannsaugum hönnuðar D-lista bæklingsins 10 stig af 10 stigum mögulegum. Hér sit ég samt hugsi og velti fyrir mér þessum nýju hugmyndum um Hringbrautina, að bæta ásýndina með því að fylla bílastæðin af túnþökum og trjám, og velti fyrir mér hvað verði gert við bílana sem nota þau í dag? Góð spurning. Já, einmitt.
Hinn bæklingurinn er frá A-listanum og fær bæjarstjórnarefni hans 10 af 10 mögulegum fyrir hnitmiðaða og málefnislega umfjöllun um bæjarfélagið.
Þegar ég hafði lesið umfjöllunina varð mér að orði við sjálfan mig: Getur verið að bæjarfélagið eigi ekki sitt eigið ráðhús heldur leigi það ásamt öðrum sjálfsögðum eignum þess? Það hefði gert umfjöllunina enn dýpri ef farið væri ofan í saumana á þessari spurningu: Voru ekki eigur bæjarfélagsins settar í ,,pott” ásamt eignum annarra bæjarfélaga og fékk bærinn ekki hlutabréf sem þessum eignum samsvaraði. Þarf nema að skipta aftur til baka, hlutabréf fyrir eignir, eða eru verðgildi hlutabréfanna rokið út í veður og vind? Góð spurning. Ekki spurning.
En þessi tækni að búa til hlutafélag eða eignarhaldsfélag eða sjálfseignarfélag eða hvað sem þetta heitir nú um eigur sínar er dálítið furðulegt í sjálfu sér.
Ef allir íbúar við Hringbrautina legðu eignir sínar í ,,pott” og fengju hlutabréf fyrir andvirðinu, leigðu síðan sínar eigin eignir og fengju að sjálfsögðu húsaleigubætur til að borga niður hluta leigunnar: Yrðir þú ekki hissa? Að eiga en ekki samt eiga, að leigja en samt eiga en eiga samt ekki alveg eða þannig. Hver skilur þetta bull?
Láglaunastefnan.
Þegar ég kíkti á árskýrslu bæjarfélagsins fyrir árið 2004 gat ég ekki betur séð en útsvarstekjur væru 2.4 milljarðar og laun og launakostnaður 1.7 milljarður en þá á eftir að borga stórar upphæðir í eitt og annað og leigu mannvirkja þar á meðal. Hvernig gengur svona upp?
Ég held að ein stærstu mistök sem gerð hafa verið í dag er þessi láglaunastefna sem stöðugt færist í aukana. Í einu orðinu viljum við laða að fyrirtæki en í hinu orðinu er kúnninn gerður svo auralaus að fyrirtækin leggja upp laupana. Hér fyrir utan gluggann minn er fjöldi fólks sem verður í raun að loka að sér, alla daga á milli mánaða og nýtur í engu menningarviðburða og þeirra sjálfsögðu mannréttinda að geta gengið keik og upprétt innan um annað fólk. Ég er að tala um fólk sem hefur einhvern þann klafa eða byrgðar að það hefur aðeins 25.000,- krónur til ráðstöfunar til að láta duga fyrir öllum nauðþurftum þegar t.d. leigan hefur verið greidd.
Hér má heldur ekki gleyma þeim skuldsettu. Þeirra staða getur oft verið hreint skelfileg.
Með haustinu gæti þvílíkt atvinnuleysi skollið á að það snerti meira eða minna helming bæjarbúa Reykjanesbæjar. Láglaunastefnan myndi virka sem olía á þann eld. Það þarf að pressa á A-listann að ýta vel við þessu flotta frumvarpi um atvinnuleysi sem er til meðferðar hjá Alþingi í dag.
Að lokum.
Íhugaðu þessi orð með mér að ,,það sem ekki er nógu gott fyrir mig er heldur ekki nógu gott fyrir neinn annan.”
Konráð K. Björgólfsson
Í framboði fyrir Reykjanesbæjarlistann.
Ég vil byrja á því að bjóða Vinstri-græn og Frjálslynda velkomin í baráttuna og fyrir hönd Reykjanesbæjarlistans www.xrnb.is þakka þær hlýju og góðu móttökur sem við fengum hjá bæjarbúum þegar gengið var hús úr húsi í leit að meðmælendum. Takk, takk til ykkar allra!
Ef ég man þetta rétt er Ísland lýðveldi með þingbundinni stjórn og forseta og hér ríkir lýðræði. Lýðræði er mjög dýrmæt eign og samfélagið leggur á sig margs konar erfiði til að viðhalda því. Mér hafa hins vegar borist þau dapurlegu tíðindi til eyrna að Reykjanesbær sé svo fallinn að fótum fram að hann ætli ekki að leggja til krónu í beina styrki til framboðanna og verða þar með bæði eftirbátur stóru bæjarfélaganna og þeirra litlu í kringum okkur. Hins vegar mun, jú alveg rétt, það taka við erindum framboðanna, ef þau hyggja á útgáfu bæklings, til samþykkis eða synjunar.
En hvers vegna eru bæjarfélög að styrkja framboð yfir höfuð?
Jú, þetta er einn þáttur úr lýðræðishugsuninni, hugsjóninni, að reyna að jafna, þó í litlu væri, möguleika litlu framboðanna gegn fjársterku stóru framboðunum, að það verði ekki auglýsingar og greiðslugetan sem móti málefnaafstöðu kjósandans, heldur málefnin, að kjósandinn fái líka að heyra hvað litlu framboðin hafi fram að færa. Á það ber að líta að ríkið færir bæjarfélaginu peninga vegna kosninganna og því ekki við það að sakast.
Hér koma jákvæð tíðindi.
Það eru að koma fram í dag ferskar hugmyndir sem mér finnst mjög áhugaverðar og varða sveitastjórnarkosningar. Til að hægt sé að bjóða fram, þarf í raun ekki nema 4-5 baráttuglaðar manneskjur sem tilbúnar eru til að strauja svæðið í leit að meðmælendum, 120 meðmælendur duga ágætlega, velvilja bæjarbúa, og síðan að fá pabba og mömmu, afa og ömmu og skyldfólkið til að fylla frambjóðendalistann. Ef sjónum er beint að þeim stóra hóp t.d. öryrkjum og öldruðum í hverju bæjarfélagi og hvað hagsmunir þeirra eru líkir, væri leikur einn fyrir ofangreinda að hafa ,,borðleggjandi” upp úr kjörkössunum fulltrúa fyrir sig og sín málefni í svo gott sem hverju bæjarfélagi. Þessi þróun er að byrja og er bylting í mínum huga og þá munu gömlu flokksmaskínurnar líða undir lok.
,,Til hvers fulltrúa eldri borgara og öryrkja? Er ekki verið að leggja af stað í Reykjanesbæ með stórt átak í þágu eldri borgara og byggja heilt þorp í kringum Stapann?
Jú en allt orkar tvímælis segir einhvers staðar. Hér má spyrja:
Eru það hagsmunir eldri borgara að þeim sé hrúgað saman á einn blett, þó viðurkennd sé sú staðreynd að maður sé manns gaman? Og… Fyrst svo vel á að byggja fyrir eldri borgara, hvar eru þá öryrkjablokkirnar? Þetta sýnir kost þess að hafa sinn fulltrúa í bæjarstjórn; þekkingin kæmi frá þeim sem vissi hvar skóinn kreppti og væri viðstaddur umræðuna og ákvarðanatöku.
Það er dálítið skondið að fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar mátti lesa og heyra frá sjálfstæðismönnum viðvörunina: ,,Ef þið kjósið vinstri öflin þá er það ávísun á að herinn fari burt!” Og fólkið kaus í samræmi við boðskapinn, Sjálfstæðisflokkinn. Hann náði meirihluta og viti menn, herinn fór! Hvernig er hægt að útskýra það? En skyldi vera til andstæðan að í raun hafi vinstri öflin ýtt svo undir þrjóskuna í Bandaríkjamönnum að herinn væri hér enn um kyrrt ef vinstri öflin hefðu mátt vera í friði? Ekki get ég svarað því.
Því var líka haldið fram í vinahópi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið sína fylgisaukningu vegna fyrirhugaðra stórdrauma í kringum ,,holuna” á Berginu. Draumarnir brugðust, eftir kosningar og ekki annað í stöðunni en búa til nýjan, og hann um stórt álver.
Til þess að ferska upp ímyndina, leggja fram nýjar umbúðir með sama innhaldi er nú stórdraumnum fundinn staður fyrir ofan ,,holuna.”
ÞAÐ MUNAR ÖLLU. Og til eru menn sem velta því fyrir sér hvort þarna sé þá ekki komið ágætis svæði þ.e.a.s. ofan í holunni til að æfa Tennis eða jafnvel Ping Pong. Skjól á alla vegu, íþróttin vandmeðfarin í stöðugum vindsperringi og því hugmyndin ekki afleit eða þannig. En…Þetta er nú allt meira sett fram í gríni. Ég geri mér alveg grein fyrir þeim vonbrigðum sem þessi framvinda mála hefur ábyggilega valdið bæjarstjóranum okkar og ekki hugsað öðruvísi.
Mér finnst allt í lagi að fólk velti fyrir sér hvernig er umhorfs eftir 4 ára hreinan meirihluta sjálfstæðismanna, ekki bara með hugann við fegurðina og fagurskreytingarnar heldur hvernig fólki finnist atvinnumálin hafa þróast? Hversu mörg fyrirtæki hafa komið hingað og hversu mörg góð fyrirtæki hafa farið? Hefur fólk meira fé handa á milli, hærri laun, meiri velsæld?
En að öðru máli.
Undanfarna daga hef ég fengið bæklinga frá framboðunum stóru og gef listamannsaugum hönnuðar D-lista bæklingsins 10 stig af 10 stigum mögulegum. Hér sit ég samt hugsi og velti fyrir mér þessum nýju hugmyndum um Hringbrautina, að bæta ásýndina með því að fylla bílastæðin af túnþökum og trjám, og velti fyrir mér hvað verði gert við bílana sem nota þau í dag? Góð spurning. Já, einmitt.
Hinn bæklingurinn er frá A-listanum og fær bæjarstjórnarefni hans 10 af 10 mögulegum fyrir hnitmiðaða og málefnislega umfjöllun um bæjarfélagið.
Þegar ég hafði lesið umfjöllunina varð mér að orði við sjálfan mig: Getur verið að bæjarfélagið eigi ekki sitt eigið ráðhús heldur leigi það ásamt öðrum sjálfsögðum eignum þess? Það hefði gert umfjöllunina enn dýpri ef farið væri ofan í saumana á þessari spurningu: Voru ekki eigur bæjarfélagsins settar í ,,pott” ásamt eignum annarra bæjarfélaga og fékk bærinn ekki hlutabréf sem þessum eignum samsvaraði. Þarf nema að skipta aftur til baka, hlutabréf fyrir eignir, eða eru verðgildi hlutabréfanna rokið út í veður og vind? Góð spurning. Ekki spurning.
En þessi tækni að búa til hlutafélag eða eignarhaldsfélag eða sjálfseignarfélag eða hvað sem þetta heitir nú um eigur sínar er dálítið furðulegt í sjálfu sér.
Ef allir íbúar við Hringbrautina legðu eignir sínar í ,,pott” og fengju hlutabréf fyrir andvirðinu, leigðu síðan sínar eigin eignir og fengju að sjálfsögðu húsaleigubætur til að borga niður hluta leigunnar: Yrðir þú ekki hissa? Að eiga en ekki samt eiga, að leigja en samt eiga en eiga samt ekki alveg eða þannig. Hver skilur þetta bull?
Láglaunastefnan.
Þegar ég kíkti á árskýrslu bæjarfélagsins fyrir árið 2004 gat ég ekki betur séð en útsvarstekjur væru 2.4 milljarðar og laun og launakostnaður 1.7 milljarður en þá á eftir að borga stórar upphæðir í eitt og annað og leigu mannvirkja þar á meðal. Hvernig gengur svona upp?
Ég held að ein stærstu mistök sem gerð hafa verið í dag er þessi láglaunastefna sem stöðugt færist í aukana. Í einu orðinu viljum við laða að fyrirtæki en í hinu orðinu er kúnninn gerður svo auralaus að fyrirtækin leggja upp laupana. Hér fyrir utan gluggann minn er fjöldi fólks sem verður í raun að loka að sér, alla daga á milli mánaða og nýtur í engu menningarviðburða og þeirra sjálfsögðu mannréttinda að geta gengið keik og upprétt innan um annað fólk. Ég er að tala um fólk sem hefur einhvern þann klafa eða byrgðar að það hefur aðeins 25.000,- krónur til ráðstöfunar til að láta duga fyrir öllum nauðþurftum þegar t.d. leigan hefur verið greidd.
Hér má heldur ekki gleyma þeim skuldsettu. Þeirra staða getur oft verið hreint skelfileg.
Með haustinu gæti þvílíkt atvinnuleysi skollið á að það snerti meira eða minna helming bæjarbúa Reykjanesbæjar. Láglaunastefnan myndi virka sem olía á þann eld. Það þarf að pressa á A-listann að ýta vel við þessu flotta frumvarpi um atvinnuleysi sem er til meðferðar hjá Alþingi í dag.
Að lokum.
Íhugaðu þessi orð með mér að ,,það sem ekki er nógu gott fyrir mig er heldur ekki nógu gott fyrir neinn annan.”
Konráð K. Björgólfsson
Í framboði fyrir Reykjanesbæjarlistann.