Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Eflum Suðurnesjabæ í ferða-,  safna- og menningarmálum
Miðvikudagur 4. maí 2022 kl. 11:51

Eflum Suðurnesjabæ í ferða-, safna- og menningarmálum

Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir, 3. sæti D-listans í Suðurnesjabæ.

Göngustígur á milli hverfa var mikil lyftistöng fyrir samfélagið og var það undirstaða sameiningu bæjarbúa. Göngustígurinn mun halda áfram allan hringinn, yfir í Reykjanesbæ og þar með verður það góð samgöngubót fyrir göngu- og hjólreiðafólk.

Í Suðurnesjabæ höfum við söfn sem fræðir okkur á allan hátt, byggðasafnið segir sögu okkar bæjarbúa, bókasafnið veitir okkur upplýsingar og Þekkingarsetrið rannsakar umhverfið. Við verðum að standa vörð um söfnin okkar og eigum við að vera stolt af umhverfi okkar, sögu og menningu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við búum í fjölmenningarsamfélagi og ætlum við að auka fjölbreytni í lista- og menningarmálum svo sem tónlistarhátíð, myndlistahátíð og íþróttahátíð. Efla íbúa okkar af erlendum uppruna til að kynna sína menningu og hvetja þau til að halda viðburði.

Við viljum að Samkomuhúsið í Garði verði lagfært og gert að menningarmiðstöð sveitarfélagsins og Samkomuhúsið í Sandgerði verði haldið við svo það missi ekki sjarma sinn svo stórir sem smáir viðburði geti notið sín í því húsi.

Umhverfið á Garðskaga í heild er heillandi fyrir ferðamenn og fjöldinn allur sem leggur leið sína þangað til að njóta þessara einstöku náttúruperlu sem við höfum upp á að bjóða. Bæta þarf umhverfið þar til muna svo við getum verið stoltari af því svæði. Auka þarf tengingar betur sem til dæmis væri hægt með göngustíg frá gamla Garðskagavita að Ósabotnum. Þar yrði sögunni með ströndinn gerð betur skil með skemmtilegum söguskiltum á leiðinni svo íbúar og gestir fræðist betur um sögur samfélagsins okkar.

Suðurnesjabær hefur að geyma mikla sögu og menningu. Þar felast mörg atvinnutækifæri fyrir ferðaþjónustufyrirtæki í afþreyingu, gistingu og veitingarekstri. Svo sveitarfélagið okkar geti blómstrað í þessum málaflokkum er samvinna við íbúa mikilvægur þáttur. Hvatning og þátttaka er grunnurinn til að gera gott samfélag enn betra.

Þessi málefni eru mér efst í huga, ég óska eftir þínum stuðningi.