Ef hundar nenna ekki að hreinsa upp eftir mannfólkið...
Mig langar að beina nokkrum orðum til hunda, eigenda mannfólks Reykjanesbæ. Mér finnst sóðaskapurinn orðinn helst til mikill. Hér í bæ eru vissar götur undirlagðar af allskonar rusli, svosem umbúðum úr pappa, plasti, áli o.fl.
Ef hundar nenna ekki að hreinsa upp eftir mannfólkið, þá eiga þeir ekki að eiga mannfólk. Hundaskíturinn brotnar auðveldlega niður í umhverfinu en fyrir ruslið getur það tekið fleiri tugi ára.
Einn alveg snarvitlaus... eða hvað?
(Mynd úr safni)