Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Dýr og óviss atvinnutækifæri
Mánudagur 12. október 2009 kl. 08:31

Dýr og óviss atvinnutækifæri

Sigmundur Einarsson er reyndur og virtur jarðfræðingur sem þekkir vel til hér á Reykjanesskaga. Hann skrifaði um daginn greinin í vefritið Smuguna sem hefur vakið mikla athygli. Í greininni fer hann nákvæmlega yfir virkjunarkosti á Reykjanesskaga og reyndar á öllu Suðvesturlandi og segir m.a. um fyrirhugað álver í Helguvík:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

“En hver skyldi raunveruleikinn vera? Þegar möguleg orkuöflun fyrir álver í Helguvík er skoðuð ofan í kjölinn kemur í ljós að Orkuveita Reykjavíkur og HS Orka geta að líkindum útvegað álverinu um 360 MWe rafafl. Álver með 250 þús. tonna afkastagetu eins og upphaflega var áætlað þarf 435 MWe en nú er ætlunin að byggja 360 þús. tonna álver. Hvað skyldi þurfa til að slökkva orkuþorsta þess? Það þarf heil 630 MWe. Hér vantar um 270 MWe og sú orka er einfaldlega ekki til á Suðvesturlandi. Uppsett afl þriggja virkjana í neðri hluta Þjórsár er áætlað 255 MWe. Það dugar ekki til!”

Ég ráðlegg þér, lesandi góður, að lesa greinina hans Sigmundar, hún er hér: sjá hér: http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/2327

Störf í áliðnaði eru þau lang frekustu bæði á orku og fjármagn sem völ er á. Ef skortur er á fjármagni eða orku - já jafnvel hvoru tveggja - þá væri rétt að huga að einhverju öðru.

"Eitthvað annað" - hvað gæti það verið? Tökum dæmi.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur á fyrri hluta þessa árs fjárfest háflan milljarð króna í fyrirtækjum. Þetta eru allnokkur fyrirtæki með 9-30 starfsmenn hvert, mörg í hátækni. Eitt þessara fyrirtækja er Gagnavarslan ehf. staðsett á Ásbrú og þar vinna nú 30 manns. Annað er Mentor sem þróar og rekur vef sem allir íslenskir grunnskólar nota og margir sænskir að auki, en þar vinna nú 26 manns á Íslandi. Sjá nánar hér: http://www.nsa.is/index.php?option=com_content&task=view&id=351&Itemid=1
Þessi hálfi milljarður dugar til að skapa nokkra tugi starfa og má áætla að þar þurfi eitthvað yfir 10 milljónir til að skapa hvert starf. Og ég leyfi mér að álykta að þau störf séu fullt eins eftirsóknarverð fyrir ungt fólk eins og vaktavinna í álveri.

Hér er yfirlit yfir fyritækin sem sjóðurinn fjárfestir í: http://www.nsa.is/index.php?option=com_content&task=blogcategory&id=63&Itemid=81 Hagnaður sjóðsins voru 76 milljónir króna fyrstu 6 mánuði ársins. Þetta hljómar lygilega á árinu 2009!

Ég heyrði í útvarpi um daginn viðtal við Finnboga Jónsson, framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins þar sem hann var að bera saman kostnað við ný störf í sprotafyrirtækjum og áliðnaði. Ég man að hann tók sem dæmi að Búðarhálsvirkjun í Tungná myndi kosta um 25 milljarða og ætti að framleiða rafmagn fyrir stækkun í Straumsvík og við það myndu verða til 12 ný störf þar. Ég hafði áður heyrt áæltað að til að skapa nýtt starf í áliðinaði þyrfti að fjárfesta fyrir 100-200 milljónir, en í dæmi Finnboga er fjárfestingin bak við hvern nýjan starfsmann í Straumsvík 2 milljarðar! Rosalegt. Ég trúi því ekki að maður í stöðu Finnboga fari með fleipur.

Mér finnst að menn ættu að velta meira fyrir sér nú í kreppunni: Hvernig getum við skapað álitleg störf með sem minnstum kostnaði og sem minnstri náttúrueyðileggingu. Mig grunar að það sé ódýrrari kostur að stoppa með Helguvíkurálverið en að halda áfram - og glapræði að ætla að byggja þar álver sem er stærra en álverið á Reyðarfirði. Hreint glapræði!

Margt smátt gerir eitt stórt. Það gildir líka í þróun atvinnulífs. Lang flestir íslendingar vinna í smáum eða meðalstórum fyrirtækjum. Vonandi skilar Virkjunin á Ásbrú miklu, en þar er verið að virkja hugarafl mannsins með námskeiðum og ráðgjöf fólki að kostnaðarlausu. Ég væri pottþétt þar ef ég væri ekki bundinn í vinnu.


Þorvaldur Örn Árnason,

vinstrigrænn í Vogum.