Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Duglegir leikskólakrakkar!
Þriðjudagur 24. apríl 2012 kl. 08:45

Duglegir leikskólakrakkar!




Ég er bara að styrkja bæjarvinnuna! Hver hefur ekki heyrt þennan? Afar gamall og útbrunninn brandari þess efnis að það sé í lagi að henda rusli út um gluggann á bílnum eða á víðavangi því það mun einhver annar koma og hirða upp eftir mig, þetta er bara góðverk að sjá til þess að hann hafi eitthvað að gera. Þetta er kannski orðin svo gamalgróinn brandari að sumir halda að þetta sé í alvöru?

Nú þegar vorið er komið horfum við flest í kringum okkur og klæjar í puttana að fegra umhverfið og reyna eftir fremsta megni að flýta komu sumars.

Yngstu börnin eru kannski okkar bestu fyrirmyndir í þessum efnum, þau óhikað beygja sig niður eftir rusli sem verður á vegi þeirra og finna því stað í næstu tunnu. Ósjaldan heyri ég af leikskólahópum sem tóku með sér ruslapoka í vettvangsferðina því þeim blöskraði svo ruslið síðast þegar þau fóru út. Ég verð alltaf jafn glöð að heyra af svona góðverkum og eiga þau öll lof skilið bæði starfsfólk og nemendur fyrir að vera svona dugleg og meðvituð um umhverfið sitt. Það þarf oft ekki mikið til að leggja sitt af mörkum til að fegra umhverfið.

Lítum okkur nær og munum að þetta er bærinn okkar og ábyrgðin okkar.

Kveðja Berglind Ásgeirsdóttir
Garðyrkjufræðingur hjá Reykjanesbæ

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024