Drífa Sigfúsdóttir gefur kost á sér á lista Framsóknar
Drífa Sigfúsdóttir er íbúum Suðurnesja að góðu kunn, en um margra ára skeið sat hún í bæjarstjórn og hefur verið áberandi í samfélaginu á Suðurnesjum. Drífa starfar í dag sem deildarstjóri fyrirtækjadeildar hjá Lánstrausti hf. en hún gefur kost á sér í þriðja sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar.
Hvað hefur þú verið að gera frá því að þú hættir í bæjarstjórn?Árið 1999 fór ég í Háskólann í Reykjavík og lauk BS-prófi í viðskiptafræði í vor með áherslu á stjórnun en lokaverkefnið fjallaði um EES-samninginn. Næst var ætlunin að ljúka meistaranámi í mannauðsstjórnun en var þá boðið starf deildarstjóra fyrirtækjadeildar hjá Lánstrausti hf sem ég þáði.
Hvernig líst þér á að vinna fyrir hið nýja suðurkjördæmi?
Það er ótrúlega spennandi enda alltaf gaman að læra eitthvað nýtt. Ég býð mig fram í 3ja sæti og mun sinna kjördæminu eins vel og mér er unnt. Eftir 20 ára þátttöku í stjórnmálum þá hef ég aflað mér víðtækrar þekkingar sem nýtast mun á Alþingi en einnig við að lóðsa fólk um kerfið.
Er eitthvað sameiginlegt með kjördæmunum sem voru sameinuð?
Já við eigum að ýmsu leiti fleira sameiginlegt en með Höfuðborgarbúunum. Sjávarútvegsbæirnir Grindavík, Vestmannaeyjar, Sandgerði og Höfn eiga ýmislegt sameiginlegt. Það er mikil landbúnaðarframleiðsla í Vatnsleysuströnd (svín/hænsni) og á Suðurlandi. Við erum í mikilli samkeppni við Höfuðborgarsvæðið og hér er mikil ferðaþjónusta svo dæmi séu nefnd.
Hvað vilt þú segja um stöðu sjávarútvegs á Suðurnesjum?
Staða sjávarútvegins er ekki svipur hjá sjón frá því sem var. Það hefur fjarað undan mörgum fyrirtækjum eða þau seld í burtu af svæðinu. Við höfum búið við mikinn samdrátt í afla en fengið talsverða hækkun á fiskverði. Það eru samt sem áður til fyrirtæki á Suðurnesjum sem hefur tekist að nýta sér þau tækifæri sem bjóðast eins og t.d. fyrirtækið Tros í Sandgerði
Ertu meðfylgjandi kvótakerfinu? Telurðu það þjóna hagsmunum landshluta, t.d. Suðurnesja?
Já ég er fylgjandi kvótakerfinu en kerfið er ekki gallalaust. Það er hins vegar mjög vandmeðfarið að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og slíkt á ekki að gera nema að vandlega athuguðu máli. Það verður að úthluta kvóta til Suðurnesja í ljósi stöðu okkar. Staðan í Sandgerði er sýnu verst en staðan er mun betri í Grindavík sem vekur ýmsar spurningar.
Hvað muntu helst leggja áherslu á á næsta kjörtímabili, ef þú nærð kjöri?
Ég mun berjast fyrir bættum aðbúnaði barnafjölskyldna með hærri barnabótum, Fjölskylduvog sem mæli hag fjölskyldunnar og fjölskylduskóla (svipað og umferðaskóli fyrir unga vegfarendur). Ég mun berjast fyrir betri samgöngum og bættri heilbrigðisþjónustu og réttlátari dómum í nauðgunarmálum, umboðsmanni fyrir neytendur svo dæmi séu nefnd.
Hvernig sérðu Suðurnesin fyrir þér á næstu árum?
Suðurnesin eru frábærlega staðsett. Við eigum ótal tækifæri sem við höfum ekki enn fullnýtt s.s. í orkumálum. Við búum í nálægð við stærsta markað landsins, Höfuðborgarsvæðið en einnig er stutt með flugi í stærstu og ríkustu markaðssvæði heims, Evrópu og Ameríku. Hér býr duglegt fólk sem vant er að vinna. Það býr yfir margvíslegri þekkingu sem nýta má betur. Auka þarf möguleika til menntunar á svæðinu einkum á háskólastigi enda er það mjög atvinnuskapandi. Framtíð Suðurnesja er mjög björt.
Hvað hefur þú verið að gera frá því að þú hættir í bæjarstjórn?Árið 1999 fór ég í Háskólann í Reykjavík og lauk BS-prófi í viðskiptafræði í vor með áherslu á stjórnun en lokaverkefnið fjallaði um EES-samninginn. Næst var ætlunin að ljúka meistaranámi í mannauðsstjórnun en var þá boðið starf deildarstjóra fyrirtækjadeildar hjá Lánstrausti hf sem ég þáði.
Hvernig líst þér á að vinna fyrir hið nýja suðurkjördæmi?
Það er ótrúlega spennandi enda alltaf gaman að læra eitthvað nýtt. Ég býð mig fram í 3ja sæti og mun sinna kjördæminu eins vel og mér er unnt. Eftir 20 ára þátttöku í stjórnmálum þá hef ég aflað mér víðtækrar þekkingar sem nýtast mun á Alþingi en einnig við að lóðsa fólk um kerfið.
Er eitthvað sameiginlegt með kjördæmunum sem voru sameinuð?
Já við eigum að ýmsu leiti fleira sameiginlegt en með Höfuðborgarbúunum. Sjávarútvegsbæirnir Grindavík, Vestmannaeyjar, Sandgerði og Höfn eiga ýmislegt sameiginlegt. Það er mikil landbúnaðarframleiðsla í Vatnsleysuströnd (svín/hænsni) og á Suðurlandi. Við erum í mikilli samkeppni við Höfuðborgarsvæðið og hér er mikil ferðaþjónusta svo dæmi séu nefnd.
Hvað vilt þú segja um stöðu sjávarútvegs á Suðurnesjum?
Staða sjávarútvegins er ekki svipur hjá sjón frá því sem var. Það hefur fjarað undan mörgum fyrirtækjum eða þau seld í burtu af svæðinu. Við höfum búið við mikinn samdrátt í afla en fengið talsverða hækkun á fiskverði. Það eru samt sem áður til fyrirtæki á Suðurnesjum sem hefur tekist að nýta sér þau tækifæri sem bjóðast eins og t.d. fyrirtækið Tros í Sandgerði
Ertu meðfylgjandi kvótakerfinu? Telurðu það þjóna hagsmunum landshluta, t.d. Suðurnesja?
Já ég er fylgjandi kvótakerfinu en kerfið er ekki gallalaust. Það er hins vegar mjög vandmeðfarið að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og slíkt á ekki að gera nema að vandlega athuguðu máli. Það verður að úthluta kvóta til Suðurnesja í ljósi stöðu okkar. Staðan í Sandgerði er sýnu verst en staðan er mun betri í Grindavík sem vekur ýmsar spurningar.
Hvað muntu helst leggja áherslu á á næsta kjörtímabili, ef þú nærð kjöri?
Ég mun berjast fyrir bættum aðbúnaði barnafjölskyldna með hærri barnabótum, Fjölskylduvog sem mæli hag fjölskyldunnar og fjölskylduskóla (svipað og umferðaskóli fyrir unga vegfarendur). Ég mun berjast fyrir betri samgöngum og bættri heilbrigðisþjónustu og réttlátari dómum í nauðgunarmálum, umboðsmanni fyrir neytendur svo dæmi séu nefnd.
Hvernig sérðu Suðurnesin fyrir þér á næstu árum?
Suðurnesin eru frábærlega staðsett. Við eigum ótal tækifæri sem við höfum ekki enn fullnýtt s.s. í orkumálum. Við búum í nálægð við stærsta markað landsins, Höfuðborgarsvæðið en einnig er stutt með flugi í stærstu og ríkustu markaðssvæði heims, Evrópu og Ameríku. Hér býr duglegt fólk sem vant er að vinna. Það býr yfir margvíslegri þekkingu sem nýta má betur. Auka þarf möguleika til menntunar á svæðinu einkum á háskólastigi enda er það mjög atvinnuskapandi. Framtíð Suðurnesja er mjög björt.