Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Draslið burt!
Fimmtudagur 21. júní 2007 kl. 13:57

Draslið burt!

Það verður að gera þá sjálfsögðu kröfu til fyrirtækja í Sandgerði að þau geri átak í umgengni og það strax. Brotajárn, gömul bílhræ og annað drasl liggur á lóðum og berangri út um allt. Íbúum Sandgerðis ofbýður draslið, eða eins og góður maður sagði; helvítis ósóminn upp um allt.

Það er skýlaus krafa að þetta verði hreinsað hið fyrsta og að bæjarstjórn gangi eftir því að það verði gert, annars komi viðurlög til. Svona umgengni getum við ekki boðið fólki, sem er að flytja í bæinn, upp á. Sameinumst um Grettistak í umgengnismálum strax í dag!

Sigurjón Gunnarsson
Norðurtúni 6
Sandgerði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024