Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 24. september 2001 kl. 10:09

Dónaskapur lögreglunnar

Nokkur ungmenni ætluðu að taka upp tónlistarmyndban við Rockville fyrir skömmu. Þau fengu leyfi en voru stöðvuð af lögreglu þegar tökur voru að hefjast. Þau eru mjög ósátt við framgöngu lögreglunnar og lýsa atburðarásinni hér að neðan.

Föstudaginn, 14.september var verið að taka upp tónlistarmyndband í yfirgefnu byggingunni NCTS, rétt fyrir utan Rockville. Tveir af fyrrum nemendum Kvikmyndaskóla Íslands fóru til aðstoðaryfirlögregluþjóns, og báðu um leyfi til að taka myndbandið upp í NCTS. Þeim var veitt munnlegt leyfi og í því var fólgið að fá að vera til hálf tólf, þá myndi lögreglan koma og rýma svæðið í góðu.
Það voru leigðar hitavélar, ljósavélar og kastarar svo að húsið væri mannvænt, þar að auki var leigð fjörtíu manna rúta sem var full af fólki úr Reykjavík. Ég kom rétt fyrir klukkan ellefu og um leið og ég keyrði inn í innkeyrsluna brá mér mjög, því að lögreglan var mætt á staðinn með einn stóran sendiferða bíl, tvo litla bíla og einn bíl frá tollgæslunni.
Ég fór inn og vildi fá skýringu á hlutunum en hana fékk ég ekki; ég fékk aðeins svarið „drullaðu þér í burtu” og mér var ýtt harkalega, þetta var gert af þó nokkrum lögregluþjónum.
Það var ekki fyrr en tuttugu mínútum seinna að ég fékk svar við spurningu minni, svarið var að ekkert leyfi hefði fengist, ég þakkaði þessum eina lögregluþjóni sem sýndi okkur virðingu fyrir upplýsingarnar. Flestir lögregluþjónarnir sýndu dónaskap, hroka og vott af mikilmennskubrjálaði.
Einn þeirra sem stóð að gerð myndbandsins hringdi í aðstoðaryfirlögregluþjón eftir að lögreglan kom á svæðið og sagði aðstoðaryfirlögregluþjónninn þá að gleymst hefði að láta vakthafandi lögregluþjóna vita um samkomulagið.
Ég hef hingað til borið virðingu fyrir lögreglustarfinu en núna hefur álit mitt minnkað til muna.

… En orðstír
deyr aldregi
hvem er sér góða getur.


Stefanía, Jóhanna og Davíð
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024