Diplómanám í náms- starfsráðgjöf (60e) fjögur misseri
Háskóli Íslands býður nú upp á fjarnánám í náms- og starfsráðgjöf fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins.
Námið er ætlað þeim sem hyggjast starfa við ráðgjöf með fullorðnum t.d. á símenntunarmiðstöðvum og við námsráðgjöf í skólum. Markmið diplómanámsins er að veita fræðilega og verklega menntun í náms- og starfsráðgjöf.
Námið er skipulagt sem hlutanám sem dreifist á fjögur misseri og hefst haustið 2008.
Upplýsingar um tilhögun námsins er að finna á vef náms- og starfsráðgjafar: http://www.felags.hi.is/page/namsogstarfsradgjof
Inntöku skilyrði eru að nemendur hafi lokið:
1. B.A. prófi í félagsvísindum
2. B.Ed. prófi eða
3. B.A./B.S. prófi í öðrum greinum ásamt kennsluréttindum eða hafi starfsreynslu af ráðgjöf
4. B.A. prófi í guðfræði eða
5. B.Sc. prófi í iðjuþjálfun.
Umsóknarfrestur til 15. apríl 2008 og hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu félagsvísindadeildar www.felags.hi.is Nemendafjöldi verður takmarkaður. Námið er eingöngu opið nemendum utan höfuðborgarsvæðisins.
Allar nánari upplýsingar veitir Elva Ellertsdóttir, verkefnisstjóri, [email protected] eða í síma 525-4573