Danska í skólum
Til nemenda Njarðvíkurskóla.
Þið eruð á þeim aldri að þið eruð að taka eigin mótun í eigin hendur, var kallað unglingaveiki. Eitt af því sem kemur upp í hópi til að aðgreina frmamtíðarhóp fullorðinna, er uppreisn gegn ríkjandi háttum. Þetta gerist með hverri kynslóð og var hvað alvaregust á heimsvísu um 1968, þar sem þetta varð alþjóðlegt.
Nú hafið þið tekið fyrir dönsku sem verri kost en norsku. Ég talaði norsku, dönsku og sænsku og hef stirnað, en það er betra fyrir Íslendinga að læra að lesa dönsku, á því er enginn munur og norsku. Hinsvegar er framburðurinn okkur framandi, en hann skiptir ekki máli fyrir okkur, við lærum hann ekkert nema að búa í Danmörku. Norskur framburður er alls ekki eins allstaðar í Noregi, þar eru svæðisbundin mál.
Laupa op i lyja, þýðir í kringum Bodö að hlaupa upp í hlíð, í merkingunni að fela sig, það eru bara hlíðar fjöll og skógur. Þetta skilst ekki sunnar.
Það er betra að læra að lesa dönsku og skilja, til að færa sig yfir í norsku eða sænsku, reyndar hollensku og þýsku líka. Þetta gildir bara fyrir þá sem kunna sameiginlegt frummál þessarra tungumála, íslensku, sem þeir kalla allir gamla málið.
Í grunnskóla lærið þið engan framburð, sem er nothæfur, það hefur aldrei verið. En það er samt framburðurinn, sem ykkur er framandi, en hann skiptir ekki máli, að lesa og skrifa skiptir máli, framburður lærist bara erlendis, nema enska.
Danska er kennd ykkur til getu, alls ekki til ánægju eða skemmtunar. Þið verðið fullorðin og fyrir Íslendinga er danska skársti kosturinn.
Síðan sögðu Færeyingar hér áður að Ísland væri stærsta eyjan í Færeyjum og þar kunna allir dönsku, með sínum framburði.
Ég hinsvegar bendi ykkur á að það þótti ekki tiltökumál að eignast íbúð hérna áður, en nú býðst ungu fólki það ekki, takið heldur á því.
Þorsteinn Hákonarson