Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Dagur leikskólans í dag
Þriðjudagur 6. febrúar 2024 kl. 12:27

Dagur leikskólans í dag

Innilegar hamingjuóskir með daginn allir leikskólar landsins með dag leikskólans en í dag, sjötta febrúar, er Dagur leikskólans en á þeim degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara með sér sín fyrstu samtök.

Markmiðið með deginum er að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og um leið beina athygli samfélagsins að því faglega og metnaðarfulla starfi sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikskólinn er fyrsta skólastigið og ekki hægt að hugsa sér skólakerfið án þess. Menntun yngri barna er ekki síður mikilvæg en þeirra sem eldri eru. Leikskólakennarar, stjórnendur og starfsfólk leikskólanna vita að lengi býr að fyrstu gerð og fagmennska er ávallt höfð að leiðarljósi í öllu starfi leikskólanna segir María Petrína Leikskólastjóri.

Í tilefni dagsins fóru börnin, foreldrar og starfsfólkið í leikskólanum Holti í Innri-Njarðvík í sína árlegu ljósagöngu að Akurskóla og sungin voru lög fyrir grunnskólanemendur. María Petrína Leikskólastjóri á Holti segir að tilgangur ljóssins er að varpa ljósi á leikskólabarnið, starf leikskólakennarans og mikilvægi leikskólans í samfélaginu.

„Við bjóðum góðan dag – alla daga“ eru einkunnarorð þessa ánægjulega dags.

Bestu kveðjur,
María Petrína Berg,
leikskólastjóri Holti.