Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Dagur leikskólans er í dag
Fimmtudagur 6. febrúar 2014 kl. 09:35

Dagur leikskólans er í dag

6. febrúar er merkisdagur í leikskólum landsins. Þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Markmiðið með þessum degi er að beina kastljósinu að því gróskumikla og mikilvæga starfi sem fram fer innan leikskólanna og beina sjónum að menntun og velferð ungra barna.

Leikskólar eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir en eiga það sameiginlegt að vinna á markvissan hátt að því að efla þroska barna og undirbúa þau fyrir lífið sem framundan er í lýðræðissamfélagi. Í leikskóla stíga börn sín fyrstu skref á menntabrautinni og er því mikilvægt að sú reynsla sé jákvæð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að vekja áhuga barna á námi er eitt af því mikilvægasta sem góður leikskólakennari gerir. Það skilar sér í gagnrýnum einstaklingum sem hafa gaman af áskorunum lífsins. Leikskólakennarastarfið er einstaklega fjölbreytt starf og enginn dagur er eins. Það sem einkennir leikskólana er gleði og jákvæðni en öll börn eiga skilið að alast upp og menntast í jákvæðu og styðjandi skólaumhverfi. Góðir leikskólar eru stolt hvers bæjarfélags og getur okkar bær hreykt sér af metnaðarfullum leikskólum og leikskólakennurum.

Við óskum leikskólasamfélaginu öllu til hamingju með daginn.

Margrét Kolbeinsdóttir, Heiða Ingólfsdóttir, Ragna Kristín Árnadóttir
Stjórn Félags leikskólakennara. 9. deild.