Dagdvöl aldraðra
Dagdvöl aldraðra er stuðningsúrræði fyrir aldraða einstaklinga sem fjölskyldu-og félagsþjónustan í Reykjanesbæ býður íbúum sínum 67 ára og eldri upp á. Samkvæmt reglugerð frá Heilbrigðis-og tryggingaráðuneytinu telst dagvist aldraðra sú starfsemi sem býður a.m.k. upp á eftirtalda þjónustu: flutningsþjónustu til og frá heimili einstaklings, tómstundariðju, aðstoð við böðun, fæði, aðstöðu til léttra líkamsæfinga og hvíldaraðstöðu. Dvöl á dagvist er tímabundin, ýmist daglega eða nokkra daga í viku.
Dagdvöl aldraðra í Reykjanesbæ er til húsa að Suðurgötu 12-14, þar dvelst fólk saman yfir daginn og fær hver einstaklingur þá aðstoð sem hann óskar, reynt er að sinna hverjum einstaklingi á hans eigin forsendum eftir fremsta megni.
Dagdvöl hefur verið starfsrækt frá árinu 1992 og eru það um 30 einstaklingar sem nýta sér þessa þjónustu að jafnaði hvern mánuð Dagdvölin er opin frá kl. 8.-16 alla virka daga ársins. Umsóknareyðublöð um dvöl liggja frammi hjá Dagdvöl aldraðra og Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar.
Inga Lóa Guðmundsdóttir, forstöðumaður Dagdvalar aldraðra, s. 421-4669.
Dagdvöl aldraðra í Reykjanesbæ er til húsa að Suðurgötu 12-14, þar dvelst fólk saman yfir daginn og fær hver einstaklingur þá aðstoð sem hann óskar, reynt er að sinna hverjum einstaklingi á hans eigin forsendum eftir fremsta megni.
Dagdvöl hefur verið starfsrækt frá árinu 1992 og eru það um 30 einstaklingar sem nýta sér þessa þjónustu að jafnaði hvern mánuð Dagdvölin er opin frá kl. 8.-16 alla virka daga ársins. Umsóknareyðublöð um dvöl liggja frammi hjá Dagdvöl aldraðra og Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar.
Inga Lóa Guðmundsdóttir, forstöðumaður Dagdvalar aldraðra, s. 421-4669.