D-listinn stendur vörð um Hitaveitu Suðurnesja
Við sjálfstæðismenn leggjum mjög mikla áherslu á að Reykjanesbær haldi forystuhlutverki sínu í Hitaveitu Suðurnesja. Þetta kemur skýrt fram í stefnuskrá okkar fyrir komandi kosningar. Þar bendum við m.a. á hugmyndir um „umhverfisvænan orkugarð‰ í Reykjanesbæ, þar sem Hitaveita Suðurnesja er þungamiðjan.Það kemur mér á óvart að aðrir framboðslistar í Reykjanesbæ minnast varla orði á þetta mikilvæga fyrirtæki okkar bæjarbúa.
Eitt af stærstu málunum á því kjörtímabili sem nú er að ljúka er án efa breyting á Hitaveitu Suðurnesja í hlutafélag og stækkun hennar með því að fá Rafveitu Hafnarfjarðar þar inn. Forstjóri Hitaveitunnar hafði ítrekað bent á að eigendurnir yrðu að horfa til framtíðar með breytt rekstrarform fyrirtækisins, þar sem önnur veitufyrirtæki höfðu aðstöðu til að keppa um markaði en rekstrarform Hitaveitunnar útilokaði samkeppni. Það kom í minn hlut að leggja fram tillögu um hlutafélagsbreytinguna fyrir hönd meirihlutans, 4. janúar árið 2000. Þá var kosin nefnd frá sveitarfélögunum til að kanna kosti og galla á að gera þessa breytingu, sem ég veitti forstöðu til að byrja með, en síðan kom það í hlut Ellerts Eiríkssonar að ljúka málinu.
Til að hægt væri að stofna hlutafélagið þurfti augljóslega að breyta rekstrarformi Hitaveitunnar. Eigendurnir höfðu allir neitunarvald, sama hversu lítinn hlut þeir áttu í fyrirtækinu. Á fyrsta fundi nefndarinnar, blés ekki byrlega fyrir hlutafélagsvæðingunni. Sumir fulltrúar sveitarfélaganna í nefndinni sögðu að af hlutafélagavæðingu yrði aldrei ef þeir fengju ráðið för!
Eftir 14 mánuði náðist þó samkomulag um að Hitaveitan yrði gerð að hlutafélagi og að eigið fé að upphæð 1120 milljónir skyldi greitt út til hluthafa. Í framhaldi af því skyldi greiddur út arður sem nemur þriðjungi hagnaðar hvers árs, en sem kunnugt er greiða orkuveitur ekki útsvör eða skatta. Bæjarsjóður á nú hlutabréf í Hitaveitunni að nafnvirði 3 milljarðar króna en virði eignarinnar er metið á um 8-10 milljarða króna.
Með hlutafélagsvæðingunni og aðild Rafveitu Hafnarfjarðar jókst hlutur okkar í Jarðlind hf., sem hefur yfirráð yfir jarðhitanýtingu á Trölladyngjusvæðinu, úr 40% í 70%. Trölladyngjusvæðið er talið vera álíka orkuríkt og Svartsengi. Þar með ræður Hitaveita Suðurnesja yfir öllum þekktum jarðhitasvæðum frá Reykjanestá að Krísuvík og hefur tryggt sig í sessi sem eitt af stærstu orkufyrirtækjum landsins. Til að styrkja stöðu sína til framtíðar á Suðurlandi, voru Bæjarveitur Vestmannaeyja sameinaðar Hitaveitunni. Þannig höfum við sterkari stöðu á enn stærra svæði.
Ég hef í fáum orðum gert grein fyrir hvað hlutafélagsvæðingin hefur þýtt fyrir Hitaveitu Suðurnesja og framtíð Reykjanesbæjar. Samfylkingin í Reykjanesbæ var á móti þessari breytingu í hlutafélag. Ég var mjög undrandi á þeirra afstöðu og þykir það ekki bera vott um mikla framtíðarsýn.
Þorsteinn Erlingsson
5. maður á D-lista sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ
Eitt af stærstu málunum á því kjörtímabili sem nú er að ljúka er án efa breyting á Hitaveitu Suðurnesja í hlutafélag og stækkun hennar með því að fá Rafveitu Hafnarfjarðar þar inn. Forstjóri Hitaveitunnar hafði ítrekað bent á að eigendurnir yrðu að horfa til framtíðar með breytt rekstrarform fyrirtækisins, þar sem önnur veitufyrirtæki höfðu aðstöðu til að keppa um markaði en rekstrarform Hitaveitunnar útilokaði samkeppni. Það kom í minn hlut að leggja fram tillögu um hlutafélagsbreytinguna fyrir hönd meirihlutans, 4. janúar árið 2000. Þá var kosin nefnd frá sveitarfélögunum til að kanna kosti og galla á að gera þessa breytingu, sem ég veitti forstöðu til að byrja með, en síðan kom það í hlut Ellerts Eiríkssonar að ljúka málinu.
Til að hægt væri að stofna hlutafélagið þurfti augljóslega að breyta rekstrarformi Hitaveitunnar. Eigendurnir höfðu allir neitunarvald, sama hversu lítinn hlut þeir áttu í fyrirtækinu. Á fyrsta fundi nefndarinnar, blés ekki byrlega fyrir hlutafélagsvæðingunni. Sumir fulltrúar sveitarfélaganna í nefndinni sögðu að af hlutafélagavæðingu yrði aldrei ef þeir fengju ráðið för!
Eftir 14 mánuði náðist þó samkomulag um að Hitaveitan yrði gerð að hlutafélagi og að eigið fé að upphæð 1120 milljónir skyldi greitt út til hluthafa. Í framhaldi af því skyldi greiddur út arður sem nemur þriðjungi hagnaðar hvers árs, en sem kunnugt er greiða orkuveitur ekki útsvör eða skatta. Bæjarsjóður á nú hlutabréf í Hitaveitunni að nafnvirði 3 milljarðar króna en virði eignarinnar er metið á um 8-10 milljarða króna.
Með hlutafélagsvæðingunni og aðild Rafveitu Hafnarfjarðar jókst hlutur okkar í Jarðlind hf., sem hefur yfirráð yfir jarðhitanýtingu á Trölladyngjusvæðinu, úr 40% í 70%. Trölladyngjusvæðið er talið vera álíka orkuríkt og Svartsengi. Þar með ræður Hitaveita Suðurnesja yfir öllum þekktum jarðhitasvæðum frá Reykjanestá að Krísuvík og hefur tryggt sig í sessi sem eitt af stærstu orkufyrirtækjum landsins. Til að styrkja stöðu sína til framtíðar á Suðurlandi, voru Bæjarveitur Vestmannaeyja sameinaðar Hitaveitunni. Þannig höfum við sterkari stöðu á enn stærra svæði.
Ég hef í fáum orðum gert grein fyrir hvað hlutafélagsvæðingin hefur þýtt fyrir Hitaveitu Suðurnesja og framtíð Reykjanesbæjar. Samfylkingin í Reykjanesbæ var á móti þessari breytingu í hlutafélag. Ég var mjög undrandi á þeirra afstöðu og þykir það ekki bera vott um mikla framtíðarsýn.
Þorsteinn Erlingsson
5. maður á D-lista sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ