Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

D-listinn hefur ekki staðið sig í atvinnumálum
Föstudagur 19. maí 2006 kl. 11:44

D-listinn hefur ekki staðið sig í atvinnumálum

D-listinn hefur ekkert gert í atvinnumálum allt þetta kjörtímabil ef frá er talið ofuráhersla bæjarstjórans á Víkingaþorp og Stálpípuverksmiðju.

MOA lokað, til hvers?
D-listinn byrjaði á að loka Markaðs og Atvinnumálaskrifstofu Suðurnesja (MOA), þar tapaðist mikil þekking sem gott hefði verið að hafa núna til að hjálpa okkur að vinna okkur út úr þeim vandamálum sem fylgja brotthvarfi hersins. Sparnaður Reykjanesbæjar við þessa lokun var sama og enginn þar sem stór hluti rekstrarkostnaðarins við MOA var greiddur af Byggðastofnun.

Með þessari aðgerð voru allar aðgerðir og þróun í atvinnumálum af hálfu sveitarfélagsins færð inn á borð eins manns og við súpum nú seiðið af því eða öllu heldur þeir hátt í þúsund einstaklingar sem nú eru að missa vinnuna.

Uppbygging Flugstöðvarinnar hefur skilað okkur mörgum nýjum störfum
Hér hefur ekkert verið gert til að laða að flugsækna starfsemi af hálfu sveitarfélagsins heldur er það Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf í eigu ríkisins sem hefur staðið í stórræðum undanfarin ár og skapað hundruð ný störf.

Ekki hefur verið gert neitt átak í því að fá hefðbundin framleiðslu- og þjónustu fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu til að flytja sína kjarnastarfssemi hingað í ljósi ofurverðs á fasteignum í Reykjavík og nálægðar okkar við Reykjavík. Þarna liggja ómæld tækifæri sem íhaldið hefur ekkert mátt vera að sinna vegna þess að allur krafturinn hefur farið í Víkingaþorp sem mun kannski ef vel gengur veita 6-8 manns vinnu og Stálpípuverksmiðju sem kom en kom samt aldrei, eða hvað?

A-listinn er með lausnir
A-listinn er með lausnir á þessu og ætlum við að opna alvöru Nýsköpunarmiðstöð Suðurnesja í samvinnu við Ríkisstjórnina, peningar verði fengnir með sölu hlutabréfa Ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja og þeim varið til atvinnuuppbyggingar hér á Suðurnesjum. Þetta er ekki óraunhæft eins og bæjarstjórinn hefur sagt, heldur þvert á móti eru til mörg dæmi um svona ráðstöfun á fyrirtækjum sem ríkið hefur átt á viðkomandi svæði sbr. steinullarverksmiðjuna í Skagafirði. En söluandvirði hennar var varið til atvinnuuppbyggingar og til eflingar háskólamenntunar í Skagafirði.

Lykilatriðið að fólk sem er að missa vinnuna fái stuðning
Einnig þætti okkur áhugavert að skoða með hvaða hætti hægt væri að nýta eitthvað af þessum peningum til að draga úr því áfalli sem fólk verður fyrir nú í haust við að missa vinnuna. T.d. með endurmenntunar úrræðum og stofnunar frumgreinadeildar við Fjölbrautarskólann sem er lánshæft nám. Þá höfum við sagt að óskastaðan væri sú að sveitarfélög eins og Hafnarfjörður, Garðabær og Kópavogur keyptu hlut ríkisins en með því myndi markaðssvæði hitaveitunnar stækka og hún eflast.

Eysteinn Jónsson skipar 2. sæti á A-listanum
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024