Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Föstudagur 20. júní 2003 kl. 09:36

Byrgismenn fá góðar móttökur á Suðurlandi

Laugardaginn 14. júní s.l. hélt Byrgið kynningarfund í Félagsheimilinu Borg í Grímsnesi vegna flutnings starfseminnar frá Rockville að Efri Brú í Grímsnesi. Kynnt var fyrirhuguð uppbygging Byrgisins á hinum nýja stað og farið yfir yfirstandandi endurbætur húseigna á staðnum.Þá voru viðraðar hugmyndir um samstarf við sveitarfélagið í komandi framtíð og Þar kom meðal annars fram áhugi forsvarsmanna Byrgisins á nánu samstarfi við sveitarfélagið um aðstöðu til kennslu og íþróttaiðkana fyrir vistmenn. Forstöðumaður Byrgisins Guðmundur Jónsson fór yfir sögu starfseminnar og árangursskýrslur voru kynntar. Boðið var upp á kaffi eftir fundinn og ákveðið að forsvarsmenn Byrgisins og sveitarstjórn hittust á aftur á fundi sem haldinn var miðvikudaginn 18. júní s.l. þar var nánar fjallað um með hvaða hætti staðið yrði að samstarfi aðila. Vel er tekið á móti Byrgismönnum í Grímsnesið, en greint verður nánar frá niðurstöðum þeim er verða á samstarfi milli sveitarinnar og Byrgisins í fréttum þegar þær liggja endanlega fyrir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024