Bylting í umhverfismálum í Reykjanesbæ
Sóknartækifæri Reykjanesbæjar liggur í styrk bæjarfélagsins. Þegar fólk velur sér stað til að búa á eru margir þættir sem horft er til svo sem atvinnuöryggi, þjónustustig, aðbúnaður í skólum, íþróttaaðstaða svo ekki sé minnst á fallegt og aðlaðandi umhverfi. Það er því ekki að ástæðulausu að íbúum Reykjanesbæjar fari nú ört fjölgandi enda flestir þeir þættir sem fjölskyldum er umhugað um hér í góðum farvegi.
Umhverfismál er mikilvægur þáttur í nútíma þjóðfélagi en með góðum árangri í þessum málaflokki má auðga mannlíf og lífsgæði til muna, auka atvinnutækifæri og bæta útivistarmöguleika. Gríðarlegt átak hefur verið unnið á síðustu árum í umhverfismálum í Reykjanesbæ og hafa íbúar bæjarins yfir mörgu að gleðjast í þeim efnum enda hefur umhverfi bæjarins tekið miklum stakkaskiptum á mjög skömmum tíma.
Öll viljum við hafa fallegt og aðlaðandi umhverfi. Fegrun bæjarins af hálfu bæjaryfirvalda hefur verið markviss og hnitmiðuð síðustu ár. Hvatning til einstaklinga og fyrirtækja til fegrunar húsa og nánasta umhverfis hefur þegar skapað bæjarfélag þar sem gott er að búa og gott heim að sækja.
Lokið við mörg verkefni á kjörtímabilinu
Frá ómunatíð hefur umhverfi frá sjávarsíðu bæjarins ekki verið okkur til framdráttar. Klæðning strandlengjunnar frá glæsilegu Keflavíkurbergi í norðri að þverhníptum sjávarbjörgum Stapans er einstakt stórverkefni sem þegar setur mikinn svip á umhverfi bæjarins bæði frá sjó og landi. Með þessari miklu framkvæmd hefur okkur bæði tekist að bæta sjónrænt útlit strandarinnar um leið og öflugir sjóvarnargarðar munu verja landið ágangi sjávar til langrar framtíðar. Aðalaðkoma frá tvöfaldri Reykjanesbraut til bæjarins verður við Fitjar en þær eru í dag glæsileg útvistarparadís þar sem fuglalífið fær að njóta sín.
Um fáar framkvæmdir hefur meira verið rætt á síðustu árum en endurbyggingu Hafnargötunnar sem um árabil hefur verið þyrnir í augum. Löngu tímabært var að hefja þessar mikilvægu framkvæmdir sem eru ekki síst í þágu frekari uppbyggingar í verslun og þjónustu. Framtíðaráform um verslunarmiðstöð í miðbænum þykja ekki lengur fjarlægur draumur í tengslum við lifandi aðalgötu á lífæðinni og skemmtilegan bæjarbrag.
Ég fullyrði að ekkert sveitarfélag á Íslandi hefur tekið eins miklum breytingum í umhverfismálum og Reykjanesbær hefur gert á síðustu árum. Auk þess sem að ofan greinir má nefna lagfæringu gangstétta og opinna svæða með göngustígakerfi sem nú er að mestu frágengið, uppbyggingu gamla bæjarins og Duushúsa og nánasta umhverfis. Þá má nefna árlega hreinsunardaga að vori og nýtt átak bæjarins í að fjarlæga járnrusl en á síðustu tveimur árum voru á annað þúsund tonn af járnrusli fjarlægt úr bæjarlandinu.
Það er mat undirritaðs að ofangreindar framkvæmdir séu bænum og bæjarbúum öllum til mikils sóma. Við getum verið stolt af umhverfi okkar en ætlum að halda áfram góðu verki og munum fylgja eftir jákvæðri þróun af fullu afli.
Steinþór Jónsson
bæjarfulltrúi
Umhverfismál er mikilvægur þáttur í nútíma þjóðfélagi en með góðum árangri í þessum málaflokki má auðga mannlíf og lífsgæði til muna, auka atvinnutækifæri og bæta útivistarmöguleika. Gríðarlegt átak hefur verið unnið á síðustu árum í umhverfismálum í Reykjanesbæ og hafa íbúar bæjarins yfir mörgu að gleðjast í þeim efnum enda hefur umhverfi bæjarins tekið miklum stakkaskiptum á mjög skömmum tíma.
Öll viljum við hafa fallegt og aðlaðandi umhverfi. Fegrun bæjarins af hálfu bæjaryfirvalda hefur verið markviss og hnitmiðuð síðustu ár. Hvatning til einstaklinga og fyrirtækja til fegrunar húsa og nánasta umhverfis hefur þegar skapað bæjarfélag þar sem gott er að búa og gott heim að sækja.
Lokið við mörg verkefni á kjörtímabilinu
Frá ómunatíð hefur umhverfi frá sjávarsíðu bæjarins ekki verið okkur til framdráttar. Klæðning strandlengjunnar frá glæsilegu Keflavíkurbergi í norðri að þverhníptum sjávarbjörgum Stapans er einstakt stórverkefni sem þegar setur mikinn svip á umhverfi bæjarins bæði frá sjó og landi. Með þessari miklu framkvæmd hefur okkur bæði tekist að bæta sjónrænt útlit strandarinnar um leið og öflugir sjóvarnargarðar munu verja landið ágangi sjávar til langrar framtíðar. Aðalaðkoma frá tvöfaldri Reykjanesbraut til bæjarins verður við Fitjar en þær eru í dag glæsileg útvistarparadís þar sem fuglalífið fær að njóta sín.
Um fáar framkvæmdir hefur meira verið rætt á síðustu árum en endurbyggingu Hafnargötunnar sem um árabil hefur verið þyrnir í augum. Löngu tímabært var að hefja þessar mikilvægu framkvæmdir sem eru ekki síst í þágu frekari uppbyggingar í verslun og þjónustu. Framtíðaráform um verslunarmiðstöð í miðbænum þykja ekki lengur fjarlægur draumur í tengslum við lifandi aðalgötu á lífæðinni og skemmtilegan bæjarbrag.
Ég fullyrði að ekkert sveitarfélag á Íslandi hefur tekið eins miklum breytingum í umhverfismálum og Reykjanesbær hefur gert á síðustu árum. Auk þess sem að ofan greinir má nefna lagfæringu gangstétta og opinna svæða með göngustígakerfi sem nú er að mestu frágengið, uppbyggingu gamla bæjarins og Duushúsa og nánasta umhverfis. Þá má nefna árlega hreinsunardaga að vori og nýtt átak bæjarins í að fjarlæga járnrusl en á síðustu tveimur árum voru á annað þúsund tonn af járnrusli fjarlægt úr bæjarlandinu.
Það er mat undirritaðs að ofangreindar framkvæmdir séu bænum og bæjarbúum öllum til mikils sóma. Við getum verið stolt af umhverfi okkar en ætlum að halda áfram góðu verki og munum fylgja eftir jákvæðri þróun af fullu afli.
Steinþór Jónsson
bæjarfulltrúi