Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

  • Byggjum saman betri Reykjanesbæ
  • Byggjum saman betri Reykjanesbæ
Föstudagur 23. maí 2014 kl. 09:11

Byggjum saman betri Reykjanesbæ

Eva Björk Sveinsdóttir skrifar.

Að gera sitt besta og standa sig vel í einhverju er ótrúlega gefandi. Það er líka mjög gefandi að setja sig í spor annarra og leggja sig fram í þeirra þágu. Þetta hef ég alltaf haft að leiðarljósi í mínu starfi og það er alltaf gleðilegt að hitta fólk með sömu hugsjón. Fólk sem vill hafa sanngirni, réttlæti og samkennd í forgangi. Fólk sem vill gera vel fyrir heildina.

Reykjanesbær er yndislegur bær og hér býr gott fólk sem á skilið það besta. Við verðum að setja fólk í fyrsta sæti þegar kemur að því forgangsraða fjármunum bæjarbúa. Við verðum að setja fólk í fyrsta sæti þegar við mótum atvinnustefnu til framtíðar. Við verðum líka að setja fólk í fyrsta sæti þegar við tölum og hugsum um náungann. Í okkar bæjarfélagi eins og öðrum erum við öll mjög ólík en með því að virkja samvinnu og samkennd á bæjarfélagið bara eftir að eflast.

Mig langar að minnast orða Frakkans Pierre de Coubertin sem var upphafsmaður Ólympíuleikanna. Hann sagði: „Sigurinn er ekki það mikilvægasta heldur þátttakan. Það mikilvægasta er ekki að hafa sigrað aðra heldur að hafa staðið sig vel.“ Ég held að þessi einkunnarorð eigi vel við andann í Frjálsu afli. Öll erum við einhuga um að gera okkar besta til að bæta kjör bæjarbúa og byggja saman betri Reykjanesbæ. Sjáumst 31. maí!

Eva Björk Sveinsdóttir,
í framboði fyrir Frjálst afl í Reykjanesbæ

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024