Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Byggingaverkefnum í Helgvík dreift á fleiri aðila
Mánudagur 9. febrúar 2009 kl. 16:01

Byggingaverkefnum í Helgvík dreift á fleiri aðila



Víkurfréttir bjóða nú lesendum að senda inn spurningar á póstfangið [email protected] ef lesendur hafa spurningar sem þeir óska eftir að fá svör við. Víkurfréttir munu síðan leita eftir svörum við spurningunum. Víkurfréttir munu velja úr spurningar af handahófi úr innsendum pósti og leggja þær fyrir þá sem ættu að geta veitt berstu svörin.

Meðfylgjandi eru svör Árna Sigfússonar við tveimur spurningum frá lesanda Víkurfrétta sem sendi inn meðfylgjandi spurningar:

Nú eru samningar í höfn varðandi álver í Helguvík. Það eru framkvæmdir sem geta verið jákvæðar fyrir bæjarfélagið í heild sinni ef verkin dreifast bróðurlega á milli smærri sem stærri fyrirtækja, hvernig ætlar bærinn að tryggja að svo verði?
- Við höfum rætt við Norðurál um að æskilegt sé að ekki verði einn stór verktaki í öllum verkum, heldur reynt að dreifa byggingarverkefnum á fleiri aðila. Í það er vel tekið, enda svipuð aðferðarfræði notuð við uppbygginguna á Grundartanga. Þessu ráðum við ekki, en eigum gott samstarf við Norðurál um þetta eins og annað.

Verður Vallarsvæðið notað sem ókeypis húsakostur fyrir aðkomufólk? Ef svo er, er þá ekki verið að vinna gegn eftirspurn húsnæðis utan vallarsvæðis sem nóg er af?
- Svarið er NEI - það stendur ekki til að hafa svæðið sem ókeypis húsakost!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024