Byggðarsafn-heimabyggð
Þar sem ég er í Kennaraháskóla Íslands og er skráð í áfangann Listir, menning og menntun, átti ég að kynna mér og skila greinargerð um byggðasafnið í minni heimabyggð og aðgengi fólks að því. Þegar ég ætlaði að fara af stað var mér sagt að það væri lokað.
Ég skrifaði safnverði tölvupóst og fékk greina góð svör um að safnið á Vatnsnesi væri lokað, það væri hægt að opna fyrir mig safnið í Innri Njarðvík og að ég gæti skoðað Stekkjarkot eða Poppmynjasafnið í sýningarsalnum í Duushúsum. Einnig sagði hún að húsnæðismál Byggðasafnsins væru í mikilli óvissu um þessar mundir, en unnið væri að heildarlausn þeirra í bæjarkerfinu en það væri hins vegar mjög bagalegt að ekki væri neinn einn staður í bæjarfélaginu þar sem bæjarbúar og gestir geta kynnt sér sögu bæjarfélagsins.
Þarna liggur kjarni málsins það þarf að taka af skarið og finna viðeigandi húsnæði fyrir byggðarsafnið. Ég er mjög svekkt hvernig komið er fyrir byggðasafni Reykjanesbæjar. Ég hafði heimsótt byggðasafnið áður en því var lokað og séð margt sem gaman er að skoða eins og afgreiðsluborðið í Danivalsbúð svo ekki sé minnst á allar ljósmyndirnar sem safnið á. Ég verð að segja að safnið (bæði í Keflavík og Innri-Njarðvík) er hvork aðgengilegt fyrir heimamenn, skólafólk né túrista sem hafa kannski áhuga að vita hvernig bæjarfélagið var á árum áður. Því að á safninu er saga bæjarinns og menningararfleifð okkar geymd og að hún sé í þessum farvegi ár eftir ár eftir ár án þess að bæjaryfirvöld geri eitthvað heilstætt í málunum finnst mér mjög svekkjandi og til skammar. Jú það eru settar upp sýningar í Duushúsum en það sýnir bara brot af því sem byggðarsafnið hefur uppá að bjóða.
Mér finnst að bæjarstjórninn ætti að taka af skarið og finna viðeigandi húsnæði þar sem byggðarsafnið gæti allt rúmast undir sama þaki og væri aðgengilegt fyrir alla og opið allt árið um kring með opnunartíma eins og önnur söfn.
Ég fór síðan og skoðaði byggðarsafnið í Garði sem mér fannst afar fróðlegt og vel uppsett. Íbúar Garðs meiga vera stoltir af safninu sínu, þar skoðaði ég meira að segja bát smíðaðan eftir langafa minn Guðjón Jónsson sem var bátasmiður og átti ég ekki von á því vegna þess að hann bjó í Keflavík.
Þarna er gott aðgengi bæði fyrir heimamenn, skólafólk og túrista þar sem opnunartíminn er eftir samkomulagi yfir vetrartímann, en reglulegur yfir sumartímann. Þar eru einnig seldar veitingar í notalegu umhverfi með hreint út sagt frábæru útsýni yfir Faxaflóann.
Ég vil ráðleggja öllum bæði ungum sem öldnum að taka sér bíltúr og skoða þetta frábæra safn þeirra Garðmanna. Einnig skora ég á bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ að koma safnamálum sínum í viðunandi horf.
Margrét Sigrún Þórólfsdóttir.
Ég skrifaði safnverði tölvupóst og fékk greina góð svör um að safnið á Vatnsnesi væri lokað, það væri hægt að opna fyrir mig safnið í Innri Njarðvík og að ég gæti skoðað Stekkjarkot eða Poppmynjasafnið í sýningarsalnum í Duushúsum. Einnig sagði hún að húsnæðismál Byggðasafnsins væru í mikilli óvissu um þessar mundir, en unnið væri að heildarlausn þeirra í bæjarkerfinu en það væri hins vegar mjög bagalegt að ekki væri neinn einn staður í bæjarfélaginu þar sem bæjarbúar og gestir geta kynnt sér sögu bæjarfélagsins.
Þarna liggur kjarni málsins það þarf að taka af skarið og finna viðeigandi húsnæði fyrir byggðarsafnið. Ég er mjög svekkt hvernig komið er fyrir byggðasafni Reykjanesbæjar. Ég hafði heimsótt byggðasafnið áður en því var lokað og séð margt sem gaman er að skoða eins og afgreiðsluborðið í Danivalsbúð svo ekki sé minnst á allar ljósmyndirnar sem safnið á. Ég verð að segja að safnið (bæði í Keflavík og Innri-Njarðvík) er hvork aðgengilegt fyrir heimamenn, skólafólk né túrista sem hafa kannski áhuga að vita hvernig bæjarfélagið var á árum áður. Því að á safninu er saga bæjarinns og menningararfleifð okkar geymd og að hún sé í þessum farvegi ár eftir ár eftir ár án þess að bæjaryfirvöld geri eitthvað heilstætt í málunum finnst mér mjög svekkjandi og til skammar. Jú það eru settar upp sýningar í Duushúsum en það sýnir bara brot af því sem byggðarsafnið hefur uppá að bjóða.
Mér finnst að bæjarstjórninn ætti að taka af skarið og finna viðeigandi húsnæði þar sem byggðarsafnið gæti allt rúmast undir sama þaki og væri aðgengilegt fyrir alla og opið allt árið um kring með opnunartíma eins og önnur söfn.
Ég fór síðan og skoðaði byggðarsafnið í Garði sem mér fannst afar fróðlegt og vel uppsett. Íbúar Garðs meiga vera stoltir af safninu sínu, þar skoðaði ég meira að segja bát smíðaðan eftir langafa minn Guðjón Jónsson sem var bátasmiður og átti ég ekki von á því vegna þess að hann bjó í Keflavík.
Þarna er gott aðgengi bæði fyrir heimamenn, skólafólk og túrista þar sem opnunartíminn er eftir samkomulagi yfir vetrartímann, en reglulegur yfir sumartímann. Þar eru einnig seldar veitingar í notalegu umhverfi með hreint út sagt frábæru útsýni yfir Faxaflóann.
Ég vil ráðleggja öllum bæði ungum sem öldnum að taka sér bíltúr og skoða þetta frábæra safn þeirra Garðmanna. Einnig skora ég á bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ að koma safnamálum sínum í viðunandi horf.
Margrét Sigrún Þórólfsdóttir.