Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Miðvikudagur 21. mars 2001 kl. 09:32

„Búum við falskt öryggi“, segir Jóhann Geirdal

Staða Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja var mikið rædd á bæjarstjórnarfundi Reykjanesbæjar sl. þriðjudag. Þar kom fram að skortur væri á starfsfólki og nauðsynlegt væri að loka deildum í sumar vegna manneklu. Stjórn HSS var gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu dugleg við að miðla upplýsingum til sveitarstjórnarmanna um reksturinn og bæjarstjóri sagði að stjórnin væri aðeins upp á punt.
Jóhann Geirdal (J) fór fram á að staða stofnunarinnar veðri kynnt ítarlega fyrir bæjarfulltrúum. „HSS er að drabbast niður og okkur sem hagsmunaaðilum bæjarbúa, ber að sjá til þess að það gerist ekki. Ég fer fram á að stjórn stofnunarinnar geri grein fyrir þeim breytingum sem hafa átt sér stað og hvað stendur til að gera í sambandi við reksturinn“, sagði Jóhann og benti á að fæðingardeild og skurðstofu yrði að öllum líkindum lokað í sumar. „Bæjarbúar búa nú við falskt öryggi en þeir eiga rétt á að vita hvaða þjónustu þeir geta fengið hér. Mér finnst eðlilegt að sveitarstjórnarmenn fái upplýsingar hvað er að gerast innan HSS. Hingað til höfum við bara heyrt um niðurskurð á hinu og þessu en ekki fengið neinar upplýsingar um hvað er um að vera“, sagði Jóhann.
Björk Guðjónsdóttir (D) bæjarfulltrúi sem á jafnframt sæti í stjórn HSS, sagði að nú væri verið að vinna að gerð árangursstjórnarsamnings og þegar hann yrði tilbúinn þá yrði hann kynntur fyrir sveitarstjórnarmönnum. Með samningnum mun nást betri yfirsýn yfir reksturinn að sögn Bjarkar.
Ellert Eiríksson (D) bæjarstjóri sagði að honum finndist stjórn HSS vera upp á punt og í sjálfu sér óþörf. Hann tók jafnframt undir orð Jóhanns og sagði að það skorti tenginu á milli stjórnar HSS og bæjaryfirvalda.
Skúli Þ. Skúlason (B) oddviti bæjarstjórnar, benti á að nauðsynlegt væri að halda ákveðnu þjónustustigi á HSS þar sem fyrirsjáanlegt væri að innanlandsflug færðist suðureftir. „Við þurfum þá að sinna sjúkraflugi og þá verðum við að undirbúa okkur“, sagði Skúli.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024