Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Burðarás í atvinnulífi
Laugardagur 23. febrúar 2013 kl. 10:18

Burðarás í atvinnulífi

Álver Norðuráls á Grundartanga er burðarásinn í atvinnulífi í nágrannasveitarfélögunum, Akranesi, Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit, þaðan sem 80% starfsmanna koma. Hjá álverinu á Grundartanga eru 600 starfsmenn með fjölbreyttan bakgrunn og menntun.  Ár hvert tekur svo fjöldi skólafólks að sér vel launuð sumarstörf í álverinu. Um þúsund manns til viðbótar hafa atvinnu af þjónustu sem tengist starfseminni með beinum hætti, t.d. með flutningum, framkvæmdum, tækniþjónustu og birgðaöflun. Á Akranesi hefur íbúafjöldi aukist um 30% frá því álverið hóf starfsemi árið 1997.  Norðurál greiddi ríflega tvo milljarða í opinber gjöld á síðasta ári og er langstærsti greiðandi opinberra gjalda á Vesturlandi. Þá hefur fyrirtækið stutt dyggilega við hin ýmsu samfélagsverkefni í þeim landshluta svo sem menningarstarfi, íþróttum fyrir börn og unglinga og golfi svo eitthvað sé nefnt.  Norðurál er einnig aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar Íþróttafélags Akraness, ÍA.

Á meðan stendur álver Norðuráls í Helguvík, hálfrisið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ég hvet Suðurnesjamenn til að láta í sér heyra. Við höfum vinnuaflið, eljuna og dugnaðinn.  Við höfum það sem þarf til að byggja upp þjónustufyrirtæki sem reynslan sýnir að byggjast iðulega upp nálægt álverum. Við höfum bestu hafnaraðstæður á landinu. Flytja þarf mörg hundruð þúsund tonn af efni til landsins til þess að flytja út 250.000 tonn af  áli. Starfsemi og uppbygging álvers í Helguvík myndi skapa stórauknar tekjur hafnarinnar og bæjarins og bæta um leið lífskjör þeirra sem hér búa. Þegar álver er byggt tryggir það störf þar sem unnið er allan sólarhringinn, 365 daga á ári og áætlaður endingartími er 80 ár. Það skilar jafnframt traustum tekjum í þjóðarbúið og á stóran þátt í að reisa samfélagið við. Óskandi væri að ríkisstjórin hefði sinnt þessu verkefni og hafnarframkvæmdum í Helguvík eins og hún lofar nú í allt öðrum landshluta, Bakka við Húsavík. Þar leggur hún fram styrki til samfélagsins fyrir norðan, hátt í 3 milljarða króna, á meðan ekkert er gert gagnvart Helguvík og frekar unnið á móti álverinu og þeirri atvinnuuppbyggingu sem því fylgir, eins og Suðurnesjamenn hafa orðið varir við.
Við Suðurnesjamenn eigum ekki að láta bjóða okkur þetta lengur. Í komandi kosningum í apríl hafa kjósendur á Suðurnesjum framhaldið í hendi sér.  Þeir velja á milli áframhaldandi stöðnunar eða farsældar og atvinnuuppbyggingar. Ég hvet menn til þess að velja Sjálfstæðisflokkinn til forystu. Sá flokkur hefur ávallt verið brautryðjandi og barist fyrir uppbyggingu á iðnaðarsvæðinu Helguvík og því best til þess fallinn að klára verkið. Setjum X við D.

Þorsteinn Erlingsson
skipstjóri