Búist við mjög líflegum fundi
Fundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hófst rétt eftir klukkan 14:00 í Stapa í Njarðvík. Rúmlega 150 fulltrúar eru á fundinum en búist er við miklum átakafundi. Sigurður Valur Ásbjarnarsson formaður Kjördæmaráðsins sagði í samtali við Víkurfréttir áður en fundurinn hófst að hann byggist fastlega við því að fundurinn yrði langur: "Ég býst fastlega við því að þessi fundur verði mjög líflegur," sagði Sigurður. Aðspurður hvort hann hefði séð breytingartillögur sem lagðar yrðu fram á fundinum varðandi setu Kristjáns Pálssonar á listanum sagði Sigurður að hann vissi til þess að slíkar tillögur yrðu lagðar fram: "Ég hef ekki séð þær, en við vitum af þeim," sagði Sigurður í samtali við Víkurfréttir.