Breyttur heimsóknartími á fæðingadeild HSS
Ákveðið hefur verið að breyta heimsóknartíma fæðingadeildarinnar þannig að hann hefjist kl. 14 og sé til kl. 21. Með því að hafa tímann rýmri vonumst við til að fólk virði betur hvíldartíma kvennanna. Við viljum einnig vekja athygli fólks á því að ekki er ráðlegt að taka börn, önnur en systkini barnsins í heimsókn þar sem skæður RS vírus er nú í gangi.
Annars er það helsta að frétta héðan af deildinni að fæðingum hefur fjölgað í takt við fólksfjölgun á svæðinu og voru þær 247 á liðnu ári sem þýðir 24% fjölgun milli ára.
Að lokum viljum við hvetja fólk til að fara inn á vef HSS og senda okkur póst ef þið hafið spurningar um hvaðeina er varðar deildina.
Með kveðju,
Anna Rut og Guðrún yfirljósmæður.
Annars er það helsta að frétta héðan af deildinni að fæðingum hefur fjölgað í takt við fólksfjölgun á svæðinu og voru þær 247 á liðnu ári sem þýðir 24% fjölgun milli ára.
Að lokum viljum við hvetja fólk til að fara inn á vef HSS og senda okkur póst ef þið hafið spurningar um hvaðeina er varðar deildina.
Með kveðju,
Anna Rut og Guðrún yfirljósmæður.