Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Breytingar til batnaðar – XB
  • Breytingar til batnaðar – XB
Föstudagur 30. maí 2014 kl. 12:00

Breytingar til batnaðar – XB

Kristinn Þór Jakobsson skrifar.

Það styttist óðum í kosningar. Margir eru enn óákveðnir og átta sig illa á því hvort einhver munur sé á framboðunum í Reykjanesbæ en þar eru sex framboð og þar af þrjú ný. Fólk er ráðvillt.

Listi Framsóknar er með svipaðar áherslur og hin framboðin að sumu leyti. Við viljum öll styðja við skólastarfið, fegra umhverfið og flest framboðin viðurkenna að taka þurfi til í fjármálum bæjarfélagsins.

Hvers vegna ætti fólk þá að kjósa Framsókn? Við erum með stefnumál sem hin framboðin hafa ekki. Við leggjum t.d. þunga áherslu á að koma tómu húsnæði í notkun og höfum lagt fram tillögur þess efnis í bæjarstjórn og fengið þær samþykktar. Þau mál eru komin á skrið og við munum halda áfram að berjast fyrir betri húsnæðismarkaði. Við viljum stofna öldungaráð þar sem eldri borgarar koma beint að hugmyndavinnu og ákvarðanatöku í bænum, líkt og ungmennaráð hefur gert en ungmennaráð var baráttumál Framsóknar fyrir kosningarnar 2010.

Þá viljum við leggja áherslu á endurvinnslu sorps og horfum til bæjarfélaga eins og Akureyri og Snæfellsbæjar sem okkar fyrirmynda í þeim efnum.

Við höfum einnig bent á að víða sé pottur brotinn varðandi jafnræði á milli íþrótta- og tómstundagreina í bæjarfélaginu. Við viljum að jafnræðis sé gætt varðandi fjárstuðning svo börn og ungmenni geti valið sér áhugamál við hæfi.

Við viljum breyttar áherslur varðandi heimanám og fjölskyldulíf. Eitt af okkar stefnumálum er að hafa heimanám í skólunum til að jafna aðstöðumun barna, við viljum eitt gjald fyrir ritföng allra skólabarna og við viljum að skoðað verði hvort grundvöllur sé fyrir sveigjanlegum opnunartíma leikskóla.

Framsókn mun leggja sig fram í samstarfi og samvinnu í að ná tökum á rekstri bæjarsjóðs og þeim verkefnum sem þarf til að auka hér atvinnu og drift svo samfélagið hér dafni og styrkist.

Við viljum ráða bæjarstjóra á faglegum forsendum.

Að skila auðu er afstaða í kosningum en ekki ákall um breytingar og er í raun samþykki fyrir óbreyttu ástandi.

Við viljum breytingar!

X B Framsókn fyrir betri og meiri Reykjanesbæ - fyrir okkur öll.

Kristinn Þór Jakobsson, oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024