Breytingar hjá Vinnumálastofnun á Suðurnesjum
Vinnumálastofnun á Suðurnesjum hefur haft skrifstofu á Hafnargötu 55 í Reykjanesbæ síðastliðin 10 ár. Nú standa breytingar fyrir dyrum því skrifstofan mun flytja á 2. hæð að Krossmóa 4 um næstu mánaðamót og opnar á nýjum stað 1. febrúar 2011. Sú nýbreytni verður jafnframt að Vinnumálastofnun og Vinnueftirlit ríkisins verða með sameiginlega skrifstofu. Vinnueftirlitið er nú þegar til húsa í Krossmóa 4 en mun flytja af þriðju hæð hússins niður á aðra hæð.
Fleiri breytingar hafa orðið hjá Vinnumálastofnun á Suðurnesjum nýlega því Ketill G. Jósefsson sem verið hefur forstöðumaður síðasta áratug ákvað að snúa sér að öðrum verkefnum um s.l. áramót. Við hans starfi tók Linda Ásgrímsdóttir.