Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Breytingar hjá Vinnumálastofnun á Suðurnesjum
Föstudagur 14. janúar 2011 kl. 10:44

Breytingar hjá Vinnumálastofnun á Suðurnesjum

Vinnumálastofnun á Suðurnesjum hefur haft skrifstofu á Hafnargötu 55 í Reykjanesbæ síðastliðin 10 ár. Nú standa breytingar fyrir dyrum því skrifstofan mun flytja á 2. hæð að Krossmóa 4 um næstu mánaðamót og opnar á nýjum stað 1. febrúar 2011. Sú nýbreytni verður jafnframt að Vinnumálastofnun og Vinnueftirlit ríkisins verða með sameiginlega skrifstofu. Vinnueftirlitið er nú þegar til húsa í Krossmóa 4 en mun flytja af þriðju hæð hússins niður á aðra hæð.

Fleiri breytingar hafa orðið hjá Vinnumálastofnun á Suðurnesjum nýlega því Ketill G. Jósefsson sem verið hefur forstöðumaður síðasta áratug ákvað að snúa sér að öðrum verkefnum um s.l. áramót. Við hans starfi tók Linda Ásgrímsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024