Botnleðja og syngjandi trúðar hjá Samfylkingunni á föstudaginn
Samfylkingin býður til útiskemmtunar við kosningamiðstöðina Hafnargötu 25 Reykjanesbæ föstudaginn 9. maí kl. 17:00. Botnleðja, Flugan, DJ Zoom, Kristín Lea, Æla, Rapparinn Iceberg, S–messan, Kristín og Tommy gun Preachers stíga á stokk. Syngjandi trúðar verða á svæðinu, grillaðar pylsur í boði sem og andlitsmálun og blöðrur.Allir velkomnir.