Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Aðsent

Börnin okkar skipa stóran sess á Ljósanótt
Miðvikudagur 31. ágúst 2016 kl. 09:08

Börnin okkar skipa stóran sess á Ljósanótt

Breyttur útivistartími frá 1. september

Kæru foreldrar,
Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar, er að ganga í garð og stendur fram á sunnudag. Lögð hefur verið áhersla á að hátíðin sé fyrir alla fjölskylduna, þar sem börnin okkar skipa stóran sess. Mikil tilhlökkun er hjá börnunum okkar við setningu hátíðarinnar þar sem grunnskólabörn og börn úr elstu deild leikskólanna koma saman og setja hátíðina. Dagskráin er fyrir alla aldurshópa og ánægjulegt hefur verið að sjá fjölskyldur skemmta sér saman.

Við foreldrar berum ábyrgð á börnunum okkar, allt til 18 ár aldurs þeirra. Við njótum samverustunda með börnunum okkar, fylgjumst með þroska þeirra og erum leiðbeinendur þeirra á þessum árum. Í bernsku hafa foreldrar mikil áhrif á líf barnsins en með hækkandi aldri fer jafningjahópurinn að skipa stærri sess í lífi þeirra. Áður en að unglingsárum kemur er mikilvægt að foreldrar eigi gott samband við börn sín. Þar skiptir máli að foreldrar veiti börnunum sínum tilfinningalegan stuðning, gott eftirlit og eyði tíma með þeim. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem eru alla jafna undir eftirliti foreldra sinna, fá mikinn stuðning frá þeim og verja með þeim tíma, eru ólíklegri en önnur börn til að eignast vini sem hafa neikvæð áhrif á líf þeirra. Þau eru einnig líklegri en önnur börn til að standast hópþrýsting frá jafnöldrum. Foreldrar geta haft mikil áhrif á unglingsár barna sinna og mikilvægt að vera þeim góðar fyrirmyndir.

Þann fyrsta 1. september breytist útivistartími barna, en þá mega börn 12 ára og yngri ekki vera lengur úti en til kl. 20:00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13 – 16 ára skulu ekki vera ein á almannafæri eftir kl. 22:00.

Við viljum biðla til allra foreldra að standa saman, verja tíma með börnunum sínum, virða útivistarreglur og gera hátíðina ánægjulega fyrir börnin okkar, frá upphafi til enda.
 
Gleðilega ljósanótt


Þórdís Elín Kristinsdóttir, félagsráðgjafi í barnavernd
Hafþór Barði Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi
Anna Hulda Einarsdóttir og Anna Sigríður Jóhannesdóttir, verkefnastjórar FFGÍR

Public deli
Public deli