Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Bólugrafinn og sultuslakur
Föstudagur 28. september 2018 kl. 06:00

Bólugrafinn og sultuslakur

Í Fjölbrautaskóla Suðurnesja var fyrir skömmu haldin fyrirlestur á vegum foreldrafélaganna og foreldraráðs grunnskólanna í Reykjanesbæ (FFGÍR) og foreldrafélags FS um áhrif neyslu Kannabisefna. Virkilega fróðlegur og góður fyrirlestur þar sem Guðrún Dóra geðlæknir fór yfir misnotkun og áhrif kannabis og verkjalyfja. Frábært framtak hjá foreldrafélögunum, sem ber að þakka.

Í framhaldi af þessum fyrirlestri er rétt að geta íslensku kvikmyndarinnar „Lof mér að falla“. Myndin fjallar um  unglingstúlku sem verður fíkniefnum að bráð. Hún hefur fengið mjög góða dóma og tel ég að allir unglingar og foreldrar þeirra ættu að sjá þessa kvikmynd. Myndin hefur fengið mikla umræðu í þjóðfélaginu og hún hefur mikilvægt forvarnargildi, þegar kemur að vímuefnaneyslu ungs fólks, sem hefur því miður aukist á undanförnum árum. Það er mikilvægt að við sinnum forvörnum sem allra best. Undirrituð flutti tillögu á síðasta fundi bæjarstjórnar í Reykjanesbæ þess efnis að bærinn styrki foreldrafélög grunnskólana þannig að allir nemendur í 9. og 10. bekk sjái myndina og vinni verkefni tengt efni hennar. Bæjarstjóra var falið að koma tillögunni til íþrótta- og tómstundaráðs, þar sem hún mun fá faglega umfjöllun og vonandi jákvæðar undirtektir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Margrét Þórarinsdóttir
bæjarfulltrúi Miðflokksins í Reykjanesbæ