Bókun Umbótar vegna Fjárhagsáætlunnar Reykjanesbæjar
Ég vil byrja á því að lýsa ánægju minni á fyrirkomulagi fjárhagsætlanagerðar og þakka því starfsfólki Reykjanesbæjar sem hefur komið að þessarri vinnu undanfarna mánuði. Það hefur eflaust verið krefjandi að hafa okkur fulltrúa með í ferlinu en um leið hefur það dýpkað okkar skilning á fjárhagsáætun í heild sinni og þeim kostnaðarliðum sem liggja á bakvið samanteknar tölur í birtri áætlun.
Að því sögðu teljum við í Umbót að það sé svigrúm til lækkunar á álagsprósentu fasteignagjalda í ljósi þess að fasteignamat íbúðarhúsnæðis í bæjarfélaginu mun vera að hækka um 17,5% skv. fasteignamati 2024. Útleggst það sem 4,3% hækkun á fasteignagjöldum að meðaltali. Slík hækkun er að hafa veruleg áhrif á ráðstöfunartekjur heimila og í þeim tilvikum sem húseigendur eru einnig lánsettir þá eru ráðstöfunartekjur þeirra heimila nú þegar verulega skertar vegna stýrivaxtahækkana síðastliðinni 18 mánaða. Þess má vænta að þau heimili sem sóttu frystingar á lánakjörum sínum séu mörg hver að fara að lenda í greiðsluvanda á þessu ári. Í ljósi þessa þá mun Umbót sitja hjá við atkvæðagreiðslu vegna fjárhagsáætlunar.
Margrét Þórarinsdóttir
Oddviti og bæjarfulltrúi Umbótar
Reykjanesbæ