Bókin „Þetta eru mínir einkastaðir” handa öllum leikskólabörnum í Reykjanesbæ
Á fundi með fulltrúum allra foreldrafélaga leikskóla Reykjanesbæjar var ákveðið að fara í verkefni til að hvetja almenning til að vera meðvitaðri um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Samtökin Blátt áfram eru með átak hvað varðar þetta málefni og er bókin “Þetta eru mínir einkastaðir” hluti af þeirra átaki. Við erum því að leitast eftir styrkjum til þess að kaupa bókina handa öllum börnum leikskóla Reykjanesbæjar og í framhaldi af því að hafa fyrirlestur fyrir foreldra frá Blátt áfram. Tekið verður fram hverjir styrktaraðilar verkefnisins eru og mun það birtast í fjölmiðlum.
Sérfræðingar áætla að ein af hverjum fjórum stúlkum og einn af hverjum sex drengjum séu misnotuð kynferðislega áður en þau halda upp á 18 ára afmælið sitt. Þetta þýðir að í öllum kennslustofum og hverfum eru börn sem þjást í hljóði vegna kynferðislegrar misnotkunar. Blátt Áfram eru sjálfstæð félagasamtök og er tilgangur samtakanna að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi. Með því að gefa öllum börnum leikskóla Reykjanesbæjar þessa bók og halda svo fyrirlestur fyrir foreldrana þá viljum við leggja okkar að mörkum til þess að koma í veg fyrir að fleiri börn lendi í þessari lífsreynslu. Forvarnir eru lykilatriði.
Stofnaður hefur verið reikningur fyrir verkefnið og er reikningsnúmerið 0542-14-605056 og kennitala 560606-2300.
Með von um skjót og góð svör
Virðingafyllst,
Fyrir hönd foreldrafélaga leikskóla Reykjanesbæjar
Guðlaug Emma Hallbjörnsdóttir
Formaður foreldrafélags Garðasels