Bókhaldsreglur Framsóknarflokksins !
Í gær birtist á vef Víkufrétta grein eftir Eystein Jónsson aðstoðarmann landbúnaðarráðherra sem stundum hefur verið talað um sem vonarstjörnu Framsóknarflokksins hér í Reykjanesbæ. Þrátt fyrir að Eysteinn eigi að hafa menntun og þekkingu á reikningsskilum fyrirtækja og sveitarfélaga er grein hans sett fram af ákveðinni vanþekkingu. Vonandi er það óafvitandi. Að öðrum kosti er hann vísvitandi að halda fram röngum upplýsingum sem ekki getur talist góð byrjun á heilbrigðu og traustu sambandi stjórnmálamanns og bæjarbúa.
Það sem menn telja rétt
Kjarninn í grein Eysteins er sú að ekki séu taldar til skulda samningar um leigu á fasteignum í sveitarfélaginu og að Sjálfstæðismenn beiti “barba-brellum” (hvað sem það nú er) við framsetningu á skuldum og eignum sveitarfélagsins. Enn fremur segir : “Við (Framsóknarmenn - innsk.höf.) teljum því rétt að skuldbindingar sveitarfélagsins séu allar taldar með í efnahagsreikningi sveitarfélagsins.”
Persónulega er mér alveg sama um það hvað Framsóknarmenn telji rétt að gera við framsetningu á ársreikningum bæjarsjóðs. Reykjanesbær fer eftir því sem lög um bókhald og reikningsskil sveitarfélaga segja til um, reglugerðir, eftirlitsnefndir, löggiltur endurskoðandi sveitarfélagsis og aðrir til þess bærir aðilar telja að beri að gera.
Eðli leigusamninga
Leigusamningar geta annars vegar verið rekstrarleigusamningar eða fjármögnunarleigusamningar. Eðli samnings segir til um hvort skuli vera. Skýr afmörkun í lögum flokkar þessa samninga í annan hvorn hópinn. Ef leigusamningur er fjármögnunar-leigusamningur ber að skilgreina leiguna sem skuld eins og Framsóknarmenn vilja að sé gert. Ber þá einnig að eignfæra leigugreiðslurnar en ekki gjaldfæra eins og nú er gert.Við það liti rekstrarreikningurinn afar vel út hjá Reykjanesbæ. Hvað skyldi Framsóknarmönnum detta í hug að gagnrýna þá ?
Ef leigusamningur er rekstrar-leigusamningur er leigan færð til rekstrar en samningurinn ekki talinn til skulda. Þetta er ofureinfalt mál og grundvallarþáttur í framsetningu ársreikninga sveitarfélaga. Í þessu felast engar brellur eða sjónhverfingar, aðeins farið eftir þeim lögum og reglum sem gilda um framsetningu á skuldum og eignum sveitarfélagsins.
Allir samningar sem sveitarfélagið gerir, hvort heldur það er um leigu á húsnæði undir lögbundna starfsemi sveitarfélagsins, ráðning á kennara við einhvern grunnskóla í bænum eða hirðing á heimilissorpi frá húsum í sveitarfélaginu þá er um að ræða skuldbindandi samninga til lengri tíma sem skuldbinda sveitarfélagið til að greiða fyrir þá þjónustu sem nauðsynlegt er að veita. Ef færa ætti rekstrar-leigusamninga til skuldar (eins og Framsóknarmenn vilja) þá er um leið verið að segja að allur rekstrarkostnaður sem er til lengri tíma, svo sem rekstur skóla, íþróttahúsa o.s.frv. ætti einnig að færa til skuldar. Allir sem skilning hafa á rekstri vita að slíkt er auðvitað fráleitt og því aldrei gert.
Það sem er rétt
Mér leiðist þegar fulltrúar minnihlutans eða svarnir stuðningsmenn þeirra telja sig vita betur en löggjafinn, endurskoðendur, eftirlitsnefndir og aðrir sérfróðir aðilar hvernig setja eigi fram ársreikninga sveitarfélagsins. Vonandi hafa menn metnað í framtíðinni til þess að ræða um hlutina eins og þeir eru og eiga að vera en ekki eins og þeir vildu helst hafa þá.
Aðstoðarmann ráðherra hvet ég til þess að huga fremur að stuðningi við t.d. atvinnuuppbyggingu okkar hér í Reykjanesbæ í stað þess að eyða tíma í að skilgreina bókhaldslögin upp á nýtt. Ekki virðist vanþörf á innan Framsóknarflokksins.
Reykjanesbæ 20.maí 2005
Böðvar Jónsson
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Það sem menn telja rétt
Kjarninn í grein Eysteins er sú að ekki séu taldar til skulda samningar um leigu á fasteignum í sveitarfélaginu og að Sjálfstæðismenn beiti “barba-brellum” (hvað sem það nú er) við framsetningu á skuldum og eignum sveitarfélagsins. Enn fremur segir : “Við (Framsóknarmenn - innsk.höf.) teljum því rétt að skuldbindingar sveitarfélagsins séu allar taldar með í efnahagsreikningi sveitarfélagsins.”
Persónulega er mér alveg sama um það hvað Framsóknarmenn telji rétt að gera við framsetningu á ársreikningum bæjarsjóðs. Reykjanesbær fer eftir því sem lög um bókhald og reikningsskil sveitarfélaga segja til um, reglugerðir, eftirlitsnefndir, löggiltur endurskoðandi sveitarfélagsis og aðrir til þess bærir aðilar telja að beri að gera.
Eðli leigusamninga
Leigusamningar geta annars vegar verið rekstrarleigusamningar eða fjármögnunarleigusamningar. Eðli samnings segir til um hvort skuli vera. Skýr afmörkun í lögum flokkar þessa samninga í annan hvorn hópinn. Ef leigusamningur er fjármögnunar-leigusamningur ber að skilgreina leiguna sem skuld eins og Framsóknarmenn vilja að sé gert. Ber þá einnig að eignfæra leigugreiðslurnar en ekki gjaldfæra eins og nú er gert.Við það liti rekstrarreikningurinn afar vel út hjá Reykjanesbæ. Hvað skyldi Framsóknarmönnum detta í hug að gagnrýna þá ?
Ef leigusamningur er rekstrar-leigusamningur er leigan færð til rekstrar en samningurinn ekki talinn til skulda. Þetta er ofureinfalt mál og grundvallarþáttur í framsetningu ársreikninga sveitarfélaga. Í þessu felast engar brellur eða sjónhverfingar, aðeins farið eftir þeim lögum og reglum sem gilda um framsetningu á skuldum og eignum sveitarfélagsins.
Allir samningar sem sveitarfélagið gerir, hvort heldur það er um leigu á húsnæði undir lögbundna starfsemi sveitarfélagsins, ráðning á kennara við einhvern grunnskóla í bænum eða hirðing á heimilissorpi frá húsum í sveitarfélaginu þá er um að ræða skuldbindandi samninga til lengri tíma sem skuldbinda sveitarfélagið til að greiða fyrir þá þjónustu sem nauðsynlegt er að veita. Ef færa ætti rekstrar-leigusamninga til skuldar (eins og Framsóknarmenn vilja) þá er um leið verið að segja að allur rekstrarkostnaður sem er til lengri tíma, svo sem rekstur skóla, íþróttahúsa o.s.frv. ætti einnig að færa til skuldar. Allir sem skilning hafa á rekstri vita að slíkt er auðvitað fráleitt og því aldrei gert.
Það sem er rétt
Mér leiðist þegar fulltrúar minnihlutans eða svarnir stuðningsmenn þeirra telja sig vita betur en löggjafinn, endurskoðendur, eftirlitsnefndir og aðrir sérfróðir aðilar hvernig setja eigi fram ársreikninga sveitarfélagsins. Vonandi hafa menn metnað í framtíðinni til þess að ræða um hlutina eins og þeir eru og eiga að vera en ekki eins og þeir vildu helst hafa þá.
Aðstoðarmann ráðherra hvet ég til þess að huga fremur að stuðningi við t.d. atvinnuuppbyggingu okkar hér í Reykjanesbæ í stað þess að eyða tíma í að skilgreina bókhaldslögin upp á nýtt. Ekki virðist vanþörf á innan Framsóknarflokksins.
Reykjanesbæ 20.maí 2005
Böðvar Jónsson
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins