Blómamarkaðurinn skiptir um hendur eftir 35 ár
Systrafélag Ytri-Njarðvíkurkirkju hefur afhent Lionsklúbbnum Æsu blómamarkaðinn sem haldinn er við Ytri-Njarðvíkurkirkju ár hver. Systrafélagið hefur haldið markaðinn í 35 ár og vill þakka þann góða stuðning sem því hefur verið veittur í gegnum tíðina og óskar Æsunum velfarnaðar með markaðinn.
Blómamarkaðurinn verður með sama sniði og undanfarin ár. Hann verður við Ytri-Njarðvíkurkirkju dagana 31. maí – 2. júní. Æsurnar leggja áherslu á sumarblóm og verða með heitt á könnunni.