Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Blettaskoðun á húð
Laugardagur 15. apríl 2006 kl. 17:48

Blettaskoðun á húð

Helga Hrönn Þórhallsdóttir og Krabbameinsfélag Suðurnesja gangast fyrir blettaskoðun á húð á lækningastofunni Hringbraut 99 í Keflavík miðvikudaginn 3. maí. Metið verður hvort ástæða er til frekari aðgerða og er skoðinin án endurgjalds.

Þeir sem vilja nýta sér þetta þurfa að panta tíma í síma 4216363 fimmtudaginn 27. apríl kl. 9-12. Þessi þjónusta hefur verið veitt
undanfarin ár á Suðurnesjum en Krabbameinsfélag Íslands og Félag húðlækna annast hana í Reykjavík.

Tíðni húðkrabbameins hefur aukist hér á landi og því mikilvægt að fólk láti lækni skoða bletti ef fram hafa komið breytingar, s.s. stækkun, breytingar á lögun bletta eða lit og sár myndast sem gróa illa.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024