Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Föstudagur 4. október 2002 kl. 10:19

Blettaskoðun á húð

Krabbameinsfélag Suðurnesja og Helga Hrönn Þórhallsdóttir húðsjúkdómalæknir bjóða þeim sem hafa áhyggjur af blettum á húð að koma í blettaskoðun á lækningastofuna að Hringbraut 99 í Keflavík, sunnudaginn 13. október nk.Metið verður hvort ástæða er til frekari aðgerða. Skoðunin er á endurgjalds. Þeir sem vilja nýta sér þetta þurfa að panta tíma í síma 421 7575. Tíðni húðkrabbameins hefur aukist hér á landi síðari ár eins og kunnugt er. Mikilvægt er því að fólk láti skoða bletti hjá lækni er fram koma breytingar svo sem að þeir stækki, breytist að lögun og lit og sár myndist sem gróa illa.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024