Björk óskar eftir stuðningi í 2. sæti Sjálfstæðismanna
Björk Guðjónsdóttir, alþingismaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hún sækist eftir 2. sæti á listanum og óskar eftir stuðningi í prófkjörinu sem fram fer 14. mars nk. Björk var kjörin á þing árið 2007. Hún er búsett í Reykjanesbæ þar sem hún hefur starfað að sveitarstjórnarmálum um árabil.