Björk endaði í fjórða sæti
Prófkjör Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi var mikil rússibanaferð fyrir Björk Guðjónsdóttur, bæjarfulltrúa, en á endanum hafnaði hún í fjórða sæti. Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður og Kjartan Ólafsson, alþingismaður, voru í þremur efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í gær, en talningu lauk í morgun.
Alls voru greidd 5814 í prófkjörinu og þar af voru 5461 gild. Árni M. Mathiesen fékk 2659 atkvæði í 1. sætið eða 48,7% af gildum atkvæðum. Árni Johnsen fékk 2302 atkvæði í 1.-2. sætið og Kjartan Ólafsson 1578 í 1.-3. sætið. Björk Guðjónsdóttir fékk 2112 í 1.-4. sætið, Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri, fékk 2592 í 1.-5. sæti og Drífa Hjartardóttir, alþingismaður, 2965 atkvæði í 1.-6. sætið.
Í næstu sætum voru Guðjón Hjörleifsson, Grímur Gíslason, Helga Þorbergsdóttir, Gunnar Örlygsson, Kristján L. Pálsson, Birgitta Jónsdóttir Klasen og Kári Á. Sölmundarson.