Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Björgvin sigraði í prófkjörinu
Mánudagur 6. nóvember 2006 kl. 22:22

Björgvin sigraði í prófkjörinu

Ekkert getur lengur breytt þeim úrslitum að Björgvin G. Sigurðsson alþingismaður hefur sigrað í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Eins og leikar standa nú þegar talin hafa verið 4700 atkvæði af 5146 hafa Lúðvík og Ragnheiður haft sætaskipti og munar á þeim 44 atkvæðum.

1. Björgvin G. Sigurðsson 1529 atkvæði í 1. sæti
2. Lúðvík Bergvinsson 1430 atkvæði í 1.-2. sæti
3. Róbert Marshall 1819 atkvæði í 1.-3. sæti
4. Ragnheiður Hergeirsdóttir 1995 atkvæði í 1.-4. sæti
5. Jón Gunnarsson 1810 atkvæði í 1.-5. sæti
6. Guðrún Erlingsdóttir 1625 atkvæði í 1.-5. sæti

Fimm efstu sætin eru bindandi að teknu tilliti til jafnréttisreglu Samfylkingarinnar um að hvort kyn skuli hafa að lágmarki 40% fulltrúa.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024