Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Miðvikudagur 29. mars 2000 kl. 15:22

Björgvin Lúthersson - minning

Kveðja frá stjórn SSS Í síðustu viku barst okkur sú frétt að Björgvin Lúthersson væri látinn. Björgvin var einn af þeim mönnum sem allir sem kynntust honum minnast sem góðs félaga, sem hafði þann eiginleika að hrífa menn með sér. Hann hafði sérstaka útgeislun. Björgvin tók um árabil virkan þátt í starfsemi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Hann sat í stjórn SSS á árunum 1986-1994, sem fulltrúi Hafna. Hann átti einnig sæti í hinum ýmsu nefndum og ráðum á vegum SSS um árabil. Björgvin hafði ákveðnar skoðanir á málunum og barðist vel fyrir þeim. Þótt hann væri ákveðinn og harður var alltaf stutt í léttleikann og grínið. Björgvin var einnig mjög sanngjarn og tilbúinn að gefa eftir af sínu til að ná samkomulagi. Við sem höfum starfað með Björgvini á vettvangi SSS minnumst nú góðs félaga, sem við þökkum fyrir gott og óeigingjarnt starf til að láta gott af sér leiða til að Suðurnesin mættu blómgast sem best. Við sendum Boggu okkar dýpstu samúðarkveðjur og fjölskyldunni. Kveðja frá stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024