Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Björgvin G. Sigurðsson sækist eftir 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
Þriðjudagur 17. febrúar 2009 kl. 12:35

Björgvin G. Sigurðsson sækist eftir 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi samþykkti þá lýðræðislegu og róttæku aðferð við val á framboðslista að halda netprófkjör með tveimur efstu sætum bundnum sitt hvoru kyninu. Um þetta náðist góð sátt á þinginu og er það ánægjuefni. Prófkjörið fer fram þann 7. mars næstkomandi.
 
Fyrir rúmlega tveimur árum fékk ég afgerandi stuðning í 1. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í opnu prófkjöri. Nú göngum við aftur til kosninga með skömmum fyrirvara. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til þess að leiða áfram flokk jafnaðarmanna og félagshyggjufólks í Suðurkjördæmi og gef kost á mér í 1. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar.
 
Það er áríðandi að bæði fólk og flokkar sæki sér endurnýjað umboð til kjósenda. Því fagna ég því sérstaklega að Samfylkingin skuli velja þá nýstárlegu og lýðræðislegu leið að gefa öllum kjósendum í Suðurkjördæmi sem þess óska kost á að velja flokknum framboðslista þar sem tryggt er að bæði kynin eiga fulltrúa í efstu sætum.
 
Til að kynna framboð mitt og helstu áherslumál verður opið hús á vegum framboðsins á efri hæðinni í Tryggvaskála á Selfossi næstkomandi föstudag á milli kl. 17 og 19. Hvet ég alla sem áhuga hafa á framboðinu og prófkjörinu að koma og hitta mig og mitt fólk að máli. Í næstu viku verður önnur slík samkoma á vegum framboðsins á Víkinni í Reykjanesbæ. Nánar sagt frá síðar.
 
Björgvin G. Sigurðsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024