Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Björgvin efstur samkvæmt fyrstu tölum
Mánudagur 6. nóvember 2006 kl. 18:21

Björgvin efstur samkvæmt fyrstu tölum

Þegar búið er að telja 1500 atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem fram fór á laugardag standa leikar þannig að Björgvin G. Sigurðsson er með 503 atkvæði í 1. sæti, Ragnheiður Hergeirsdóttir með 427 atkvæði í 1.-2. sæti Lúðvík Bergvinsson með 554 atkvæði í 1.-3. sæti, Róbert Marshall með 705 atkvæði í 1.-4. sæti og Jón Gunnarsson í 1.-5. sæti með 606 atkvæði.

Alls kusu 5146 einstaklingar í prófkjörinu sem var opið  öllum íbúum kjördæmisins. Til samanburðar kusu 2400 félagar í prófkjöri sem fram fór meðal félaga í Samfylkingunni í síðustu kosningum. Margrét Frímannsdóttir var þá í 1. sæti, Lúðvík Bergvinsson í 2. sæti, Björgvin G. Sigurðsson í 3. sæti og Jón Gunnarsson í 4. sæti, að því er segir á vef Samfylkingarinnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024