Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Björgum gömlu Stapagötunni
Mánudagur 15. júní 2015 kl. 10:12

Björgum gömlu Stapagötunni

Reykjanesgönguferðir ásamt Sjálboðaliðasamtökum um náttúruvernd ætla að blása til björgunaraðgerðar á gömlu Stapagötunni.

Stapagatan er gömul þjóðleið sem liggur á milli Njarðvíkur og Voga hún er vel greinileg og mörkuð í umhverfinu, gatan var notuð þar til Keflavíkurvegurinn var lagður árið 1908 þess vegna hefur hún sögulegt gildi fyrir okkur Suðurnesjamenn og fleiri landsmenn. Lúpína hefur tekið sér pláss á Stapanum og gleður augu okkar þegar hún blómstrar en lúpínan hefur líka tekið sér pláss ofaní gömlu götunni og er gatan að hverfa að hluta vegna hennar.

Ef þú ert náttúruunnandi og hefur gaman af gönguferðum hvetjum við þig til að koma með okkur til að uppræta lúpínuna þar sem hún á ekki að vera. Komdu með kl 19:00 mánudaginn 15. júní kl 19:00 með bros, skóflu og/eða hníf með í farteskinu, við hittumst við Akurskóla og förum á eigin bílum inn að Grímshól þar sem ráðist verður á jurtina.

Ég hvet ykkur til að koma með og taka þátt í þessu með okkur.

Rannveig L. Garðarsdóttir leiðsögumaður

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024